PEACE

föstudagur, júní 20, 2008

Með sól í hjarta :)

Jæja við fórum loks á Sex and the City í gær og var myndin æðisleg :o) Þúsund sinnum betri en The happening.. það þurfti ekki mikið til reyndar ;)

Ég hef ekki séð marga þætti af Sex and the City, sá held ég nokkra en er ekki einu sinni viss um að hafa klárað einn þátt.. svo ég var ekki svona vel inn í karekterunum eins og flestir þarna en það gerði ekkert til :) Ég á bara þættina eftir sem er fínt, hlakka til að horfa á þá á bara eftir að redda mér þeim :)

Ég verð þó að lýsa vonbrigðum mínum með karlmennina í þessari mynd.. það var bara ekki að sjá einn myndarlegan karlmann - hvað er það?? Gæti haft eitthvað með það að gera að ég þekki ekki karakterinn þeirra úr þáttunum en mér fannst þeir með eindæmum óspennandi eitthvað. Og mér fannst fötin hennar Söruh Jessicu horror - allavega 90% þeirra. Var búin að heyra að hún væri alltaf svo flott klædd en mér fannst þetta yfirleitt hörmung, leyndist þó eitt og eitt flott dress inn á milli. En náttbuxur, gegnsær hlýrabolur, perlur, pallíettuhúfa og hælaskór er ekki alveg mín hugmynd um flott outfit...

Og sólin skín áfram sem aldrei fyrr - gæti maður haft það betra í orlofinu :) Ég er reyndar með bullandi móral því það er svo margt sem ég ætlaði að vera löngu búin að gera en nenni ekki að gera þegar sólin skín. Ég er þessi týpíski íslendingur sem finnst nauðsynlegt að sleikja ALLA sólargeisla sem skína á þennan Klaka og verð hreinlega stressuð ef sólin skín og ég næ ekkert að spóka mig í sólinni :) Enda hef ég verið dugleg að sitja út á palli að lesa (LOVE IT), fara með litla stýrið í göngutúra og fara með stóra stýrið í sund :o) Skápatiltekt, afþurrkun, skúringar og allt sem bíður fær bara að bíða aðeins (vonandi mikið) lengur :o)