I SPOKE TOO SOON....
Muhahaha ég komst að því í dag hvað er átt við með "eitt er ekki neitt, tvö eru á við tíu"!
Kristín skvísa fékk að vera hérna hjá okkur í dag á meðan stóri bróðir hennar fór að skoða leikskólann sinn. Við Mæja vorum tvær með 3 kríli og áttum nú ekki í vandræðum með það skal ég segja ykkur - þetta eru soddan englar :) Síðan þegar Mæja þurfti að bruna heim kemur Gunnar akkúrat úr vinnunni - perfect timing! EN á sama tíma eru Kristín og Karítas BÁÐAR orðnar svangar, sko á nákvæmlega sömu mínútunni (ekki búið að heyrast í þeim í 1,5 tíma) og þá byrjaði ballið - FJÚFF :o)
Við byrjum á að blanda pela handa Kristínu og á meðan orga þær báðar, ok pelinn til svo ég gef Karítas og Gunnar tekur að sér Kristínu. Kristín ekki alveg á að taka pelann... og lætur Gunnar heyra það :) Ok, Karítas búin að súpa smá og fer því til pabba því Kristín er orðin verulega reið :) Og hún tekur pelann hjá mér eftir smá þras.. hún fann eflaust lyktina af brjóstamjólkinni og skildi ekki alveg hvað þessi peli var að gera þarna :) Allt í góðu, Kristín orðin sátt en Karítas er verulega ósátt - hún vill sko MEIRA! Ok sjáum hvort Kristín er til í smá drekkupásu eða að súpa hjá Gunna svo ég geti gefið Karítas svolítið meira... Nú er Karítas sátt, komin á brjóst en Kristín ekki par sátt við þessi skipti... En ég fann svo út hvernig ég gat gefið Karítas brjóst og Kristínu pela og þá vorum við að tala saman ;)
Jesús ég er að segja ykkur það, eitt er ekki neitt en tvö eru á við hundrað :) Þetta var nú ekki langur tími sem ballið stóð yfir, þær voru báðar saddar og sælar svona 10 mín seinna og byrjaðar að brosa og bara yndislegastar en það er fátt sem tekur jafn mikið á taugarnar og barnagrátur, við vorum alveg sveitt eftir þessar örfáu mínútur :) En nú er ég orðin vön og næst verður þetta pís of keik - krílin eru sko velkomin í pössun til Maju tvíburamömmu ;)
Kristín skvísa fékk að vera hérna hjá okkur í dag á meðan stóri bróðir hennar fór að skoða leikskólann sinn. Við Mæja vorum tvær með 3 kríli og áttum nú ekki í vandræðum með það skal ég segja ykkur - þetta eru soddan englar :) Síðan þegar Mæja þurfti að bruna heim kemur Gunnar akkúrat úr vinnunni - perfect timing! EN á sama tíma eru Kristín og Karítas BÁÐAR orðnar svangar, sko á nákvæmlega sömu mínútunni (ekki búið að heyrast í þeim í 1,5 tíma) og þá byrjaði ballið - FJÚFF :o)
Við byrjum á að blanda pela handa Kristínu og á meðan orga þær báðar, ok pelinn til svo ég gef Karítas og Gunnar tekur að sér Kristínu. Kristín ekki alveg á að taka pelann... og lætur Gunnar heyra það :) Ok, Karítas búin að súpa smá og fer því til pabba því Kristín er orðin verulega reið :) Og hún tekur pelann hjá mér eftir smá þras.. hún fann eflaust lyktina af brjóstamjólkinni og skildi ekki alveg hvað þessi peli var að gera þarna :) Allt í góðu, Kristín orðin sátt en Karítas er verulega ósátt - hún vill sko MEIRA! Ok sjáum hvort Kristín er til í smá drekkupásu eða að súpa hjá Gunna svo ég geti gefið Karítas svolítið meira... Nú er Karítas sátt, komin á brjóst en Kristín ekki par sátt við þessi skipti... En ég fann svo út hvernig ég gat gefið Karítas brjóst og Kristínu pela og þá vorum við að tala saman ;)
Jesús ég er að segja ykkur það, eitt er ekki neitt en tvö eru á við hundrað :) Þetta var nú ekki langur tími sem ballið stóð yfir, þær voru báðar saddar og sælar svona 10 mín seinna og byrjaðar að brosa og bara yndislegastar en það er fátt sem tekur jafn mikið á taugarnar og barnagrátur, við vorum alveg sveitt eftir þessar örfáu mínútur :) En nú er ég orðin vön og næst verður þetta pís of keik - krílin eru sko velkomin í pössun til Maju tvíburamömmu ;)