PEACE

sunnudagur, maí 04, 2008

Allt og ekkert..

Hef lítið um að skrifa.. en hef svo sem ekkert betra að gera en að blogga :)

Var að skoða veðurspána og það er spáð rigningu eins langt og spáin nær - fokk! Ég þoli ekki rigningu en það er svo sem ekki mikið hægt að kvarta, búið að vera yndislegt veður og það kemur vonandi aftur sem fyrst :)

Ég var að hugsa um það í gær að áður en ég átti Hafdísi Önju sögðu allir að lífið myndi breytast svo SVAKALEGA þegar maður væri komin með barn. Mér fannst það ekki breytast mikið... og þá eingöngu til hins betra :o) En við gátum enn gert það sem okkur langaði til, reyndar súperheppin með fjölskyldu sem er alltaf tilbúin að passa ef þess þarf. En svo er reyndar skemmtilegast af öllu finnst mér að gera fjölskylduhluti, sérstaklega eftir að Hafdís Anja komst á þann aldur að hún hefur vit á því sem verið er að gera :)

Síðan hef ég oft heyrt "eitt er ekki neitt, tvö er á við tíu" en ég get ekki verið sammála því heldur, finnst þetta meira bara svona eitt er á við eitt og tvö er á við tvö - og ánægjan tvöföld :o)

Við ætlum að skella okkur til Spánar í haust og er ég orðin spennt :) Svo ótrúlega gaman að fara með Hafdísi Önju út núna því hún hefur svo gaman af þessu, er enn að tala um Danmerkurferðina síðan síðasta haust! Þetta finnst mér eitt það alskemmtilegasta við að eiga börn, maður upplifir barndóm bara aftur - hlakka svo til að fara með hana í rennibrautagarðinn, á ströndina osfrv osfrv. hlutir sem ég hefði ekki eins gaman af að gera án hennar :)

Og litla stýrið heldur áfram að stækka á ógnarhraða, breytist dag frá degi ég sver það :) Er farin að halda svo til alveg haus og er farin að vilja standa hjá manni, skelfur öll við átkið við að halda sér uppréttri en finnst það ógurlegt sport :) Hún kemur að sjálfsögðu með út líka, vona bara að það verði ekki of heitt fyrir hana - hún verður eflaust með pabba sínum í skugganum :)