PEACE

miðvikudagur, september 06, 2006

Ferðin- fyrri hluti

Ferðin var yndisleg alveg hreint, allavega þessir fjórir dagar sem við Gunni vorum saman í London. Við vorum á mjög fínu hóteli sem var frábærlega staðsett, það var eiginlega sama hvert við vorum að fara það var 10 min ganga á alla staði :)

Á fimmtudaginn brunum við upp á Oxford um leið og við komum á hótelið og versluðum þar til okkur var hent út vegna lokunar. Þá drifum við okkur heim með pokana og fórum svo út að borða og aðeins á Fridays í kokteila en fórum snemma í háttinn það kvöldið enda algjörlega búin á því.

Á föstudaginn var byrjað á góðum hádegisverði, aðeins kíkt á Oxford - en það var Gunna uppástunga, ég átti varla orð en var sko alveg til í að kíkja aðeins :) Fórum svo í Soho og fengum okkur geggjað gott að borða á staðnum hennar Mæju, þaðan aðeins á Fridays í einn kokteil eða svo fyrir leikhúsferðina og enduðum svo á ABBA sýningunni sem var algjör SNILLD, jii þvílík stemming!!! Jú kíktum aðeins á Fridays eftir ABBA líka... enda staðsett við hliðina á leikhúsinu... og það var líka Fridays staður við hliðina á hótelinu nánast... lucky us :) Löbbuðum svo aðeins um í mannlífinu á föstudagskvöldinu sem var mjög gaman áður en við röltum niður á hótel.

Á laugardaginn kíktum við á Madame Tussau eða hvernig sem það er skrifað og var það ágætt svo sum.... ekkert svaðalegt samt. Hittum svo frænda Gunna um kvöldið niður í bæ og fengum okkur gott að borða og löbbuðum aðeins um... enduðum að sjálfsögðu á Fridays hahahaha :)

Og á sunnudaginn fórum við niður að Thames, löbbuðum þar um sem var yndislegt alveg og fórum í London Eye sem var ógeð. Shit ég hélt ég kæmist ekki lifandi út úr þessu hylki sem fór nánast með mann til himna - never again!! Jú og við röltum á Modern Tate, ég sagði við Gunna að við yrðum að kíkja þangað það væri víst alveg magnað safn. Hann var ekki spenntur en lét sig hafa það.... við mættum og skoðuðum körfubolta í fiskabúri... og klósettsetu sem einhver hafði kvittað á..... og málverk sem var bara grátt, sko bara strigi sem hafði verið rúllað yfir með grárri málningu... jú og annað alveg eins bara svart.... SHIT HVAÐ ÞETTA VAR GLATAÐ - never again heldur :) Drifum okkur þaðan út og í góða veðrið :)

En það var svona 25-28°C allan tímann og yfirleitt hálfskýjað eða léttskýjað. Bara yndislegt alveg og við borðuðum svaka góðan mat og höfðum það alveg rosalega gott.... oh en nú er það bara vinna - sofa - vinna þar til jólin koma... jiibbbíííí...

Seinni hluti ferðarinnar kemur seinna, nenni ekki meira í bili :)