PEACE

sunnudagur, maí 28, 2006

Maja Blö mælir með:

Ég er búin að gera lítið annað en éta undanfarna viku... æ æ..

Allavega á miðvikudagskvöldið bauð hún Rebekka mér út að borða á Austur Indíafélgagið sem er minn UPPÁHALDSSTAÐUR :) Namm við fengum svo góðan mat og skemmtum okkur sko vel :) Fengum meðal annars svona fjóra rétti sem kokkurinn velur og ég get mælt með því, var bara geggjað!!

Í gær var svo skelltum við fjölskydlan okkur á Vegamót með Mæju og co og fengum við okkur ÖLL Steiksamloku hahaha ekkert smá mikil fjölbreytni í matarvalinu :) Ég var reyndar pínu öðruvísi því ég vil piparsósu á mína og nammmm þetta er besta samloka í heimi og ég mæli sko líka með henni :)

Í dag skelltum við Gunni okkur svo á Rossapommodoro, ákváðum að nýta okkur það að vera barnlaus og fara út að borða þrátt fyrir mikið át undanfarna daga... Ég var búin að heyra svo mikið um þennan stað að ég bara varð að prufa hann, flest hafði nú reyndar verið neikvætt... en ég lét það ekki stoppa mig :) Allavega þá held ég að ég hafi fengið BESTU PIZZU Í HEIMI þarna, nammm hvað hún var sjúklega góð :þ Hún var með mozzarella, einhverjum 4 ostateg í viðbót, parmaskinku og rucola káli - mæli sem sagt 100% með henni :O) Gunni fékk sér humarpasta sem var líka ágætt en ekki eins gott og pizzan :)

Ég fór sko í Sogaæðanudd og Eurowave á laugardaginn svo ég held ég hafi alveg mátt við þessu....