PEACE

þriðjudagur, maí 30, 2006

Pólitík

Mér finnst hún leiðinleg. Þeir kennarar sem spáðu mér á þing í fjölbraut höfðu því rangt fyrir sér ég mun seint enda þar :)

En mér finnst samt alltaf viss stemming að fara og kjósa, ég fer svona í aðeins fínni föt og tek mig til og hef þetta pínu hátíðlegt :) Svo kýs ég þann mann/konu sem mér líst best á, ég er nefninlega lítið fyrir flokka... (svipað með íþróttir, held með mönnum en ekki liðum og skipti því ört milli liða...) og svo er kosningin búin fyrir mér því ég nenni enganveginn að horfa á kosningasjónvarpið.

Á laugardagskvöldið sat því Gunnar frammi og horfði á kosningasjónvarpið (og tefldi eflaust í leiðinni... og drakk öl) en ég sat inni í kompu og horfði á The Apprentice - náði sko alveg 8 þáttum takk fyrir og þessi nýja sería er geggjuð, alveg þvílíkt hot strákar í henni :O)

X-Trump