PEACE

laugardagur, mars 25, 2006

DEKUR OG IDOL

Ég fór í geðveikasta dekur EVER í gær með mömmu og Dæju! Við fórum í Laugar í steinanudd og á heilsustofuna - búin að bíða eftir þessum degi síðan við fengum þennan pakka í jólagjöf frá brósa og mmmm þetta var bara besta gjöf sem hægt er að hugsa sér :)

Ég vissi nú ekkert hvað steinanudd var og Mæja var búin að segja mér að þetta væri nú eiginlega ekkert nudd heldur bara settir á mann steinar.... svo ég var svona búin að vera að reyna að ímynda mér mig í 90 min með steina á mér liggjandi alveg kyrr... ?? En svo var þetta ekkert þannig MÆJA - ÞÚ VARST NÚ BARA Í RUGLINU SKO :O) Nuddarinn er með svona steina í potti sem eru sjóðheitir og svo setur hann þá bara í lófana og nuddar mann allan með sjóðheitum steinum, bara æðislegt :) Maður fær nudd og svona hita í alla vöðva um leið, gæti ekki verið betra held ég bara, mæli 200% með þessu!!

Komum svo heim og horfðum á idol. Mér fannst Ragnheiður Sara best, sérstaklega seinna lagið fannst það alveg æðislegt. Mér fannst Ína síst eins og svo oft áður og varð mjööög kát að sjá hana fara niður - púkinn ég :) Bríet Sunna fannst mér lala en Snorri rosalega góður í seinna laginu, ég vona að Snorri eða Bríet vinni þetta...

Eftir þáttinn byrjaði ég að kjósa á fullu, var búin að hringja 3svar inn þegar mér var bent á að við hefðum sko horft á þáttinn á Stöð 2 plús... og því væru úrslitin í raun búin og atkvæðin mín gerðu lítið gagn hahahaha frekar fyndið :O) Kom nú samt alltaf "atkvæði móttekið" þegar ég hringdi inn.. ætli ég hafi verið rukkuð fyrir heimsku mína?

Svo var spilað og hún nafna mín vann held ég gúrkuna þrátt fyrir að kunna ekki spilið og fylgjast ekkert með því hvað var að gerast... frekar skrítið... :) Svo var skipt yfir í Buzz og við nöfnurnar vorum saman í liði og hmmmm það gekk ekki nógu vel... say no more!