PEACE

fimmtudagur, mars 23, 2006

HÁRTÆTARINN

Ég fjárfesti í svaðlegri græju um daginn - rafmangshártætara sem ég er aldeilis búin að mæla með við alla sem ég þekki og svei mér þá ef flestar vinkonurnar eru ekki búnar eða á leiðinni að fjárfesta í græju líka :)

Ég er APAKONAN holdi klædd, ég sver það ef ég myndi ekki raka eða vaxa fótleggina á mér myndi fólk halda að þetta væru apafótleggir... :( Og það sem meira er að þó ég raki þá þá dugar það í ca.4 klst. svo ég hef nú reynt að vaxa þetta helvXXX - það dugar í svona viku þá byrja að koma hár á stangli...!! En þessi græja er algjört æði, ég er að segja ykkur það, reyndar vaxaði ég mig áður en hún var keypt og hef því bara notað hana til að viðhalda hárfríum fótleggjum og það er ótrúlega auðvelt og alls ekkert vont, smá svona kitl vont stundum en ekki Á-Á-Á-Á-ÁI vont :) Maður þarf samt að passa að teygja á skinninu á þeim stað sem verið að er plokka til að þetta virki sem best og maður finni sem minnst!

Jæja auglýsingum lokið, ætlaði aðallega að segja ykkur frá því að í kvöld réðst ég í fyrsta sinn á hárin undir handleggjunum, hef aldrei vaxað þau... bara ekki lagt í það... en ákvað að prufa þetta - sjæse hvað ég er huguð!! Á-Á-Á-Á-Á-Á-Á-Á-ÁIIIIIII - FOOOOOOxxxxx - VONT VONT VONT :'( Og það eru 20 min síðan ég gafst upp (verkið ca.hálfnað) og ég er ENN að deyja!! Ætla samt að klára þetta á morgun því ég veit að það verður svo ekkert svo vont að viðhalda þessu... versta er að maður getur ekki togað skinnið á móti, held það hafi mjög mikil áhrif! Ég hef notað þetta á "hitt" viðkvæma svæðið og það hefur ekkert verið svo vont svo þetta hlýtur að venjast en SHIT þvílíkur sársauki!!

Jæja hártætara bloggi lokið... varð aðeins lengra en ég ætlaði mér...