PEACE

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Emily Rose

Já við Gunni ásamt Dæju systir skelltum okkur á myndina á föstudaginn :) Ég ætla að reyna að segja hvað mér fannst um hana án þess að skemma fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana.....

Mér fannst hún rosalega góð en hún var allt öðruvísi en ég átti von á sem kom eiginlega bara skemmtilega á óvart :) Ég held það sé búið að sýna öll ljótu atriðin í sjónvarpinu og í raun var þetta bara saga þessarar ungu stúlku en inn á milli komu þó svona "scary" atriði en þau voru þó ekkert mörg og ekki beint þannig að maður væri að skíta á sig af hræðslu... meira svona óþægileg og úff ég vorkenndi svo stelpugreyinu og fjölskyldu hennar, það var eiginlega verst :'(
Ég veit ekki, kannski fannst manni hún ekkert svakaleg því maður átti svona á svo rosalegum hrylling en hún var ekki nærri eins slæm og t.d. The Ring, What lies beneath og Sixth Sense... eða mér fannst ekki enda hefur það líklega mikið að segja að hún var byggð á sannri sögu og mér fannst eins og reynt væri að hafa hana trúverðuga frekar en eitthvað hræðilega ógeðslega :)

Jæja þar hafið þið það, myndin var góð, svolítið scary en ekkert hræðileg og ég mæli bara 100% með henni :) Maður getur svolítið spáð og spögulerað eftir myndina hverju maður trúir í raun og hverju ekki, alltaf gaman þegar myndir skilja svona pínu eftir sig.... annað en bara hræðslu við myrkrið :)