PEACE

laugardagur, nóvember 26, 2005

Hláturinn

Ég bloggaði um það fyrir stuttu að ég hlæ að öllu... ekki bara fyndnum hlutum heldur líka þegar fólk er að segja mér frá einhverju sem það er t.d. fúlt yfir, einhverra hluta vegna þá hlæ ég líka þá... Reyndar þegar fólk segir mér frá einhverju sorglegu má ég hafa mig alla við að gráta ekki... það er annaðhvort eða hjá mér!!

Allavega þá var ég að lesa umræðu á barnalandi þar sem spurt er hvort konur hafi öskrað í fæðingunni, ég spáði svolítið í þetta og nei ég öskraði nú ekki..... en ég hló?? Man að ljósmóðirin sagðist hafa kynnst ýmsu en hún mundi ekki eftir neinni sem hló í mestu hríðunum með 10 í útvíkkun á meðan verið var að mænudeyfa viðkomandi.... Vá það var bara svo geðveikt erfitt að sitja kyrr og gaurinn sem var að mænudeyfa mig var nemi... og stakk mig 4 eða 5 sinnum.... og ég bara gat ekki annað en hlegið, mér fannst svo fyndið að sitja þarna að DREPAST hreinlega í hríðunum og mega ekki hreyfa mig boffs - það var eitthvað svo fáránlega ómögulegt!!

Mágur minn og svilkona komu rétt eftir fæðinguna til okkar með American Style (já maður er ekkert SMÁ svangur eftir átökin hehe) og við vorum enn á fæðingarstofunni því það var ekki laust í hreiðrinu strax og Jesús konan við hliðina á stofunni minni öskraði svo ROSALEGA, hef aldrei heyrt annað eins. Aumingja svilkona mín fékk hálfgert taugaáfall yfir öskrunum og sagðist aldrei ætla að fæða barn.... það yrði HEIMTAÐUR keisari þegar það kæmi að henni hahahaha og ég held hún sé ekki ennþá búin að gleyma þessum öskrum, þau sitja föst í minningunni :o)