PEACE

mánudagur, júlí 04, 2005

Útlönd here we come ;)

Hann Gunni minn er á leiðinni á U2 tónleika í Noregi og það ÁN MÍN! Úff maður er nú pínu svekktur, bæði langar mig til útlanda og mig langar á U2 tónleika en hann er að fara með vinnufélugum svo það er lítið við því að gera.... annað en að kvarta.... :) Og það bar árangur :o) Ég var að segja henni móður minni frá sorgum mínum og viti menn hún sagðist bara ætla að bjóða mér í staðinn með sér í verslunarferð í haust vúhúhúhú :O) Vááá hvað mér leist vel á það, U2 hvað segi ég nú bara ;) Ég stakk upp á að kíkja til USA í Mall of America og tók hún bara vel í það svo vonandi verða Bandaríkin tekin með trompi í haust!!

En við fórum í fyrstu útileguna um helgina og gekk bara stórvel og stóð tjaldið sko vel undir væntingum, það þolir rigningu og rok og alles ;) Það komu reyndar bara skúrir, rigndi ekkert svo mikið en það var rosalegt rok þegar við vöknuðum daginn eftir og hélt ég að tjaldið myndi bara fjúka af okkur en það haggaðist ekki!! Ég sofnaði í 2 buxum, 2 flíspeysum, dúnsokkum í mjög góðum svefnpoka og með dúnsæng þar yfir og svaf bara vel ;) Vaknaði svo í svitakófi kl.06:00 og klæddi mig úr ÖLLU og lá bara og svitnaði svo ég loftaði bara aðeins út og þá var þetta bara stórfínt, maður þarf aðeins að læra á þetta ;o) En það eru nokkrar útilegur á planinu til viðbótar, ein í júlí og svo á að skella sér á dönsku dagana í Hólminum í ágúst ef spáin verður góð, það verður eflaust stuð ;)