PEACE

laugardagur, maí 21, 2005

Afmælisdagurinn...

Dagurinn í dag tók við þar sem frá var horfið í gærkveldi... hann var sem sagt ekki góður :( Mér fannst það sérstaklega svekkjandi þar sem ég á afmæli en svona er þetta, maður ræður ekki hvaða daga maður hefur það gott og hvenær ekki!!

Ég sofnaði með dúndrandi höfuðverk, svaf illa í nótt því mér var svo illt í höfðinu og vaknaði svo hreinlega að farast og var óglatt í þokkabót en það var nú eflaust bara af þreytu og verkjum. Ákvað nú samt að drífa mig í vinnuna enda geggjað veður og ýmislegt planað í vinnunni á afmælisdeginum mínum og mig langaði síst af öllu að mygla hérna heima hjá mér, hefði þó betur hlustað á hann Gunna minn sem flest veit, jiii hvað mér leið illa í dag :'( Fór og keypti köku handa liðinu um kl.10 og nammm hvað hún var góð, mér leið aðeins betur eftir að hafa komið henni niður (eða að töflurnar virkuðu aðeins) Svo um hálf tólf var ég aftur að deyja og þá drifum við okkur á Stylinn þar sem ég fékk mér nú bara bjórglas til að reyna að kippa heilsunni í lag (hef heyrt hann lækni allt) en nei hann virkaði ekki heldur :( Um hálf tvö var ég hreinlega hætt að geta horft á tölvuna mína og fann að bjórinn og salatið voru ekki langt frá því að koma upp aftur svo ég fór bara heim og lagði mig, steinsofnaði alveg í góða 2 tíma en vaknaði MEÐ HAUSVERKINN, URRRR hvað ég var pirruð en ógleðin var þó farin. En hann skánaði svo loks seinnipartinn og er bærilegur núna enda afmælisdagurinn búinn og frábæri Eurovision dagurinn að byrja.... ;o) Heja DENMARK ;)

Já þetta var sem sagt sorgarafmælissaga Maríu, vorkenna ekki örugglega allir mér gífurlega mikið?