PEACE

laugardagur, mars 05, 2005

Geisp

Haldið að hún dóttir mín hafi ekki bara glaðvaknað kl.6:30 í morgun... JEREMÍAS hvað maður var EKKI tilbúinn til að vakna enda hefur hún ekki vaknað á þessum tíma í örguglega 2 ár! Við fengum hana nú til að vera upp í rúmi til 8:30 en það var lítið sofið því hún var bröltandi og syngjandi og Guð má vita hvað, það er því þreytt húsmóðir sem skrifar!

Rosalega var ég ánægð með idolið í gær, ég var svo að voooona að þær 2 yrðu í úrslitunum. Og jii ég bara missti mig yfir fyrri frammistöðu Davíðs, hló og hló-hef bara aldrei heyrt aðra eins hörmung :S Seinna lagið hjá honum var alveg fínt en mér finnst hann bara geta raulað svona auðveld raul lög sem svo til allir geta raulað... reyndar er hann með nokkuð mjúka rödd. Og hann tók því rosalega vel að detta út, gaman að honum á sviðinu ;) Seinna lagið hjá Hildi var það flottasta sem ég hef heyrt, vááááá hvað þetta var geðveikt en mér fannst dómnefndin ekki hrósa henni nóg fyrir það. Seinna lagið hjá Heiðu var líka alveg rosalega flott - enda fékk hún mikið hrós.... Það verður ekkert smá spennandi að horfa á úrslitin næstu helgi ;)

Ég er á leið á árshátíð í kvöld og á ekkert sem mig langar til að fara í :'( Spurning um að kíkja í Smáralindina og finna eitthvað hehe, sé til ;) Borgar sig varla þegar maður er að fara út eftir 2 vikur og smá verslunarferð er á dagsrká.... hmmm....?