PEACE

mánudagur, febrúar 28, 2005

THE GEEK

Já já kallið mig nörd en í kvöld var auglýsing þar sem verið var að bjóða upp á Lifandi Vísindi. Við Gunni vorum áskrifendur lengi lengi en svo í einhverju sparnaðarátakinu þá sögðum við áskriftinni upp en höfum eiginlega alltaf séð eftir því, þetta er nefninlega snilldarblað ;) Jæja við vorum ægilega ánægð með þessa auglýsingu og hringjum inn hið snarasta og það svarar einhver símsvari og upp kemur rosaleg rulla með öllu tilboðinu og að eftir hljóðmerkið eigi maður að lesa inn nafn og kennitölu og heimilisfang og blablablablabla.... Jæja loks hættir blaðrið og Gunni (og ég í annað skiptið) tilbúin að lesa inn á símsvarann en nei þá kemur ekkert bíp heldur bara rödd sem segir að ekki sé meira pláss á spólunni...bíb bíb bíb - bara sónn....? Prufuðum 2svar en nei það er ekki pláss fyrir áskrifendur á spólunni.. og við hringdum sko á sömu sekúndu og auglýsingin kom... ekki mikið sem þær græða á þessari auglýsingu hahahahah NÖRDAR ;O)

Já og ég bara verð að koma því að að ég gerði svolítið rosalegt í dag sem ég mun vonandi ALDREI endurtaka... en ég keypti mér andlitskrem sem kostaði 8200 kr. ein lítil krukka.... *FOKK* Ég eiginlega sé eftir því en það er of seint að skila henni svo ég verð bara að nota hana.... Stundum tek ég svona skyndiákvarðanir sem er bara alls ekki sniðugt því maður nær ekki alveg að hugsa þetta nógu vel... verst er sko nefninlega að þetta krem hentar ekki alveg minni húðgerð *HÓST* fattaði það aaaaaaaðeins of seint :S (ekki segja neinum...)

JÆJA, SPEGILL SPEGILL HERM ÞÚ MÉR, HVER Á LANDI FEGURST ER... eftir svona 4 vikur muhahahahaha :þ