PEACE

sunnudagur, janúar 16, 2005

SKÁPATILTEKT :)

Já í kvöld voru ALLIR skápar teknir í gegn á þessu heimili og á að gefa fötin til Asíu en mér skilst að það sé verið að safna fötum fyrir fórnarlömbin þar. Ég er búin að gefa pening í peningasöfnuina en ég held ég hafi næstum jafnað Jóhannes í Bónus með þessari fatagjöf hahaha en ég safnaði í sem nemur ca.3-4 svörtum ruslapokum ;) Hreinsaði bara allt út, geri það reyndar reglulega eða á ca. árs-eins og hálfs árs fresti en núna var þetta gert almennilega og meiri að segja Gunni lét margt fjúka en hann er mjööööög lítið fyrir að losa sig við föt!! Þetta eru svo til allt alveg heil föt sem líta út eins og ný en eru bara of lítil eða þá ekki alveg tískan í dag, vona svo sannarlega að þau komi að góðum notum.

Síðan fór ég yfir skóskápinn minn en það er svo stutt síðan að ég henti helling af pörum úr honum að ég fann ekkert til að gefa þar, eitt par kannski en það tók því ekki að taka það frá. Ég taldi að gamni pörin mín og þau eru 27 stk...... og ég tönglast á því stanslaust að ég sé ekkert mikið fyrir skó..!! En reyndar þegar ég hugsa um það eru örugglega svona 5 pör sem ég nota ekkert þarna sem ég kannski gef bara í söfnunina og svo er slatti bara svona spariskór sem maður notar lítið, ætli það séu ekki svona 15 pör sem maður notar slatta, það er nú ekkert svo mikið :) Var næstum búin að bæta við einu pari í dag þegar ég skrapp í Smáralindina en stelpan sagðist ekki finna hvar á lagernum skórnir væru geymdir en þeir voru sko til í 6 litum held ég og hún fann ekki eitt par á lager..... spurði dreng sem var að vinna með henni hvort hann vissi hvar lagerinn fyrir þessa skó væri og hann bara "Nei ef þú finnur þá ekki eru þeir ekki til" þannig að 4 mínútna leitin hennar var látin duga og mér tilkynnt að það væri bara ekki til par í 37, í hvorugum litnum sem ég hafði áhuga á.... ÞVÍLÍK ÞJÓNUSTA!

Fékk aðra eins þjónustu í Vero Moda á laugardaginn, bað stelpuna sem vann í mátunarklefanum um styttingu á buxum og hún bara "Við styttum ekki!" Ég sagði henni að vinkona mín hefði nú látið stytta í gær og þá kom bara "ó-kannaðu þetta frammi ég er ný!" Spurði hana hvað þær kostuðu og hún horfði aðeins á þær og þá var svarið "Þessar eru ekki á útsölunni!" Jú ég hélt það nú, hafði tekið þær þar sem 3 verð komu til greina, en nei það voru örugglega mistök tjáði hún mér.... Ég kannaði þetta á kassanum og jú jú þær voru á 2990 í stað 7990 - það kalla ég ÚTSÖLU! Hef sem sagt ekki verið súper heppin með þjónustu undanfarið, nenni ekki einu sinni að pikka inn söguna úr bankanum, urrrr!