PEACE

föstudagur, janúar 21, 2005

Fyrrverandi safnari ;)

Ég var búin að ákveða að blogga EKKERT um idol en sorrý, ég bara VERÐ!! :o)
Er ánægð með úrslitin og ánægð með 3 neðstu þó svo að Brynja hafi verið verri en Margrét kom Margrét þar á eftir svo það bíttaði engu ;) Ég kaus Hildi og Lísu og er GEÐVEIKT ánægð með það hvað Lísa stóð sig vel því mér finnst hún ÆÐI :þ Helgi er að vinna sig upp, finnst hann ekkert geðveikur söngvari en hann hefur sjarmann sem ég tel skipta gríðarlega miklu máli í svona keppni - myndi kjósa hann frekar en Heiðu en sem komið er því hún nær ekki að heilla mig en mér finnst hún samt alveg syngja vel ;)

Já og smá idol slúður fyrir þá sem hafa ekki náð að fylgjast nógu vel með þá eru víst Brynja og Helgi að deita - sel það ekki dýrara en ég keypti það en sýndist það nú vera rétt og Svavar Örn kom því að líka ;)

En að safnaranum fyrrverandi. Ég safnaði allskyns drasli þegar ég var lítil en vá hvað ég óx upp úr því, því í dag hendi ég ÖLLU.... er eiginlega of dugleg við það því ég á það til að henda gagnlegu dóti víst....

EN það sem ég safnaði í gamla daga var meðal annars:
Glansmyndum - átti fleiri fleiri möppur og allt flokkað niður, disney myndir sér, HESTAMYNDIR sér en þær voru mitt uppáhald, stelpu myndir sér o.s.frv. Fékk stundum myndir frá Svíþjóð sem ég var sko öfunduð af í vinkonuhópnum ;) Gaf allar möppurnar og mikið rosalega vildi ég að ég ætti þær í dag *grátur*

Servéttum - Held ég hafi í alvöru átt flottasta settið í hverfinu því ég erfði settið hennar mömmu og ég man að það var ein mynd sem ég mátti ALLS EKKI bítta.... man líka að ég sveik það loforð og sá geðveikt eftir því en það var ekki sjens að fá myndina tilbaka sama hvað ég bauð á móti :´( Servéttusafnið týndist þegar við fluttum út til USA hef ekki fundið það síðan við komum heim :(

Steinasafn - Auafi gaf mér rosalega fallegt steinasafn og bað mig að passa það vel - alltaf. Þetta voru engir venjulegir steinar heldur allir slípaðir og háglansandi og enginn grár heldur í allskonar brúnum (frá appelsínugum og út í dökkbrúnt) og hvítum/ljósum litum, mér fannst steinn sem var eins og sebrehestur á litinn flottastur. Ég er búin að leita að þessu safni síðan ég kom frá USA því mér þótti svo rosalega vænt um það en það hefur einhvernveginn týnst líka í flutningunum, vá hvað ég gæfi mikið fyrir að fá það tilbaka :(

Breikspítum til að selja Jón spæjó ;)

Garbage Paul Kids - sem voru svona myndir af rosalega ljótum börnum... þessu safnaði maður og bíttaði hahahaha man að þær voru alltaf eins og hráviður út um allt herbergi, átti örugglega þúsund myndir...

Spil með hljómsveitum á - maður vildi eignast öll spilin og eiga heilan stokk en ég man að það var eitt sem var bara ófáanlegt þannig að minn stokkur varð aldrei fullbúinn....

Safnaði líka spilum bara í plast, bakhliðinni sem sagt. Átti hellings helling þar sem pabbi er mikill spilamaður en mér fannst þetta aldrei spennandi, safnaði bara því hinir voru að safna.

Sælgætisbréfum - var líklega skrítnasta söfnunin.... setti þau í svona plastvasa líka og í möppur... weird....

Pennum - hafði samt engan áhuga á þeim...

Barbie dóti - átti sundlaug, risastórt hús, nokkra hesta, allar Rock Star Barbie minnir mig að þær hafi heitið og átti sviðið fyrir þær líka sem var með diskóljósum og látum, algjört æði ;) Bílinn og bara allt held ég sem fáanlegt var.... Þetta var allt held ég gefið og mér finnst það pínu sorglegt, hefði gjarnan viljað gefa Hafdísi Önju þetta!!

Jæja man ekki meira í bili en það var sko eflaust meira.... JESÚS hvað það hefur verið mikið rusl í herberginu mínu!!