PEACE

föstudagur, desember 10, 2004

Gubb og idol

Oh ég fékk gubbuna í gær, ÖMURLEGT :( Fór að föndra jólakort með föndurgellunum sem var sko þvílíkt gaman - og ath þið sem fáið jólagjöf frá mér fáið ekki kort.. vonandi man ég eftir öllum hinum sem eiga að fá kort ;) Jæja á leiðinni heim úr föndrinu byrjar mér að verða þvílíkt óglatt og fer að spá í það hvort ég endi með því að æla í bílinn, það yrði nú þokkalegt! En þetta slapp allt þar til ég kom heim þá endaði ég á klósettinu og fór svo fljótlega upp í rúm, komin þangað um hálf tólf! Vakna í morgun að DEYJA, fer nú samt fram úr og ætla mér í vinnuna en það gekk ekki alveg upp, var bara alveg ónýt :( Svaf í 14 tíma í nótt og búin að liggja í allan dag en hresstist svo nú undir kvöld og náði að njóta idolsins ;) En við famelían ætluðum í jólabúðaleiðangur eftir vinnu í dag sem klikkaði vegna ástandsins, loksins þegar allir voru lausir :( Reynum bara að bæta það upp á morgun áður en við förum á jólahlaðborðið, mig langar svo að sjá Coca Cola lestina, veit einhver hvar hún kemur eða verður? Maður sér bara auglýst að hún sé á morgun og ekkert meira... frekar halló sko!!

En jæja idolið var geggjað en mér fannst Heiða og Eva Natalja bestar en vissi að Eva kæmist ekki áfram þrátt fyrir frábæra dóma, held það sé alveg sama hversu vel hún syngur hún kemst aldrei lengra en þetta :( Hélt líka með henni í fyrra en það gekk ekkert heldur haha ;) En næsti þáttur verður sko MEGA spennandi og þeir sem ég held að verði þar eru:

Gísli Hvanndal
Rakel Björk Haraldsdóttir
Eva Hlín
Guðrún Birna
Einir Guðlaugsson
Eva Natalja
Tinna Gunnarsdóttir
Eva Ágústa Guðmundsdóttir

Já það verður spennandi að sjá hversu sannspá ég er ;) Yfirleitt er ég glötuð í að spá fyrir um allt svona þannig að ég er ekkert of bjartsýn hehe ;)