PEACE

mánudagur, desember 06, 2004

Jólahreingerningin...

Ég stóð í þeirri meiningu að það væri allt hreint og fínt hjá mér og jólin mættu bara koma sem fyrst EN það var víst misskilningur... Ég var ekki alveg að ná því hvað JÓLAHREINGERNING er!! Ég á víst slatta eftir, ja bara allt held ég... úff púff Gunni verður virkjaður í þetta með mér næstu helgi og verður örugglega mega ánægður þegar hann fréttir í hvað helgin fer hahahaha - að þrífa skúffur og skápa hihi reyndar veitir ekki af að sortera pínu í skúffunum því ég þoli ekki svona óskipulag, það er bara EITTHVAÐ í sumum skúffunum mínum - óþolandi! Ég vil sko hafa reikninga á einum stað, tryggingar í annari skúffu, leikskóladót í þeirri þriðju o.s.frv. - kem því á núna :)

Jiii sáuð þið Sjálfstætt fólk í gær? Ég sá hann óvart því ég hélt að Apprentice byrjaði kl.20 og nennti ekki að standa upp úr sófanum og Guð hvað þetta var sorglegur þáttur, ég var bara alveg miður mín við að horfa á þetta :( Það var verið að tala við konu sem er búin að missa svo mikið, ég næ því ekki hversvegna svona mikið er lagt á eina sál en hún var nú á því að henni hefði bara ekki verið ætla að eiga mikið eftir.... úff fannst svo sorglegt þegar hún sagði það :( Hún var búin að missa son sinn í snjóflóði og í öðru snjóflóði missti hún dóttur sína og barnabarn:( Og mér skildist að það hafi verið fóstursonur hennar sem lést í bílslysi fyrir ekki svo löngu og að nú ætti hún aðeins eftir einn son :´( Maður veltir því fyrir sér hvernig fólk heldur geði þegar svona áföll dynja á það hvað eftir annað... ótrúlega sterk kona þarna á ferð!!