PEACE

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Að vakna!

Þetta er eitt það erfiðasta sem ég geri, að vakna á morgnana!!

Hvað hugsið þið þegar klukkan hringir? Er einhver sem hugsar með sér - oh æði, nýr dagur að byrja, best að drífa sig á fætur :) - með bros á vör? Ég geri það allavega ekki!! Ég hugsa alltaf eitthvað á þá leið: Nei getur þetta verið? Djísus er klukkan virkilega svona margt? Síðan renni ég í gegnum dagana í von um að það sé helgi og þegar ég átti mig á að svo sé ekki verð ég svo svekkt :( OK, bara 5 min í viðbót (snooze) Eftir 5 min - aftur bara 5 min í viðbót! Eftir svona 6 snooze er drullast á fætur og úff ég er svo þreytt og líður bara ekki vel og þá fer ég að hugsa um það að ég ætli sko að leggjast upp í sófa þegar ég kem heim úr vinnunni og taka smá kríu (sem ég geri samt ALDREI tilhugsunin er bara svo góð á morgnana hehe) en síðan man ég að ég ætla í ræktina um kvöldið, úff ég nenni ekki í ræktina ég er bara of þreytt :(

En ca.5 min eftir að ég er komin á fætur er ég orðin hin hressasta og skil ekkert í því hvað þetta var erfitt ;) Og þá er tilhugsunin um kríu eftir vinnu orðin hin fáránlegasta og mig bara hlakkar til að skella mér í ræktina um kvöldið með stelpunum :)