PEACE

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Veislur

Ég og kallinn minn eigum það sameiginlegt að við verum alveg roooosalega lítið veislufólk! Veislur eru bara eitthvað sem ég hef aldrei fílað... ég er meira svona partý person enda líst mér vel á brúðkaupspartýið hennar Mæju hehe engin stíf veisla þar :)

En ég hélt enga fermingarveislu, hélt smá veislu þegar ég útskrifaðist sem stúdent, eða mamma hélt hana og ég mætti :o) En þegar ég útkrifaðist úr háskólanum nennti ég ekki einu sinni á útskriftina, finnst þær líka leiðinlegar.... og ég hélt enga veislu heldur, fór bara upp í bústað með famelíunni og við grilluðum góðan mat sem var bara stórfínt ;) Þannig að ef þið eruð að bíða eftir brúðkaupsveislu Maríu Blöndal gætuð þið þurft að bíða pínu lengi.... nema veislufílingurinn hellist bara allt í einu yfir mig - maður veit aldrei....

Ég missti af ANTM í gær og þori því ekki að lesa nein blogg í dag :( Ooo ætla að reyna að horfa á það seint í kvöld ef ég hef tíma, það er svo mikið að gera þessa dagana að maður kemst bara ekki yfir allt sem maður ætlar að gera. En Guð hvað ég er spennt fyrir sunnudeginum, get ekki beðið eftir að henda upp öllu jóladótinu upp :) Skil engan veginn hvernig fólk nennir að skreyta smám saman allan desember mánuð.... jii það verður sko allt að fara upp helst á sama degi hjá mér svo maður sjái nú almennilegan mun á skreyttu/óskreyttu húsinu, en ég er líka frekar óþolinmóð haha :) Reyndar fær jólatréið að bíða, finnst ekki alveg hæfa að setja það upp strax!