PEACE

laugardagur, október 23, 2004

The time of my life :)

Djí, fór á einhverskonar ráðstefnu hjá vinnunni minni í Blóa Lóninu í gær og damn hvað það var mikið fjör! Fyrirlestrarnir voru fínir, þá sérstaklega þessi sem Þorsteinn J. var með....grrr..... hehe og svo eftir ráðstefnuna voru 2 tímar í frían tíma og við Mæja fengum þá snilldar hugmynd að kíkja á Önnu Siggu, tókum Rocio með okkur og sátum þar og drukkum í 2 tíma ;) Oh litla daman hennar Önnu er bara sætust, eggjahljóðin farin að gera vart við sig aftur ;)

Jæja mættum svo í matinn í Bláa Lóninu kl.19 vel íðí... og svindluðum pínu til að geta setið við sama borð hehe og svo byrjuðu skemmtiatriðin ;) Mæja var kölluð upp í eitt og stóð sig mjög vel og ég hafði nú orð á því hve frábært það væri að vera svona ný því það veit engin hvað maður heitir eða neitt og engar líkur á að vera kallaður upp í einhverja vitleysu.... úps I WAS WRONG því ég gleymdi að gera ráð fyrir að ég á fávita vinkonu sem gargaði í næsta leik "VELJIÐ HANA VELJIÐ HANA!!" Dísus og ég var valin í einhvern drykkjuleik orðin sauðölvuð fyrir :s Vann hann að sjálfsögðu með miklum stuðning frá skráningardeildunum hehe og fylgdi sigrinum 7 eplasnafsglös á örfáum mínútum - SHIT!! En það var þess virði, alltaf gaman að sigra muhahahaha verst að maginn gerði smá uppsteit en það var stutt :)

Kl.23 var haldið í bæinn í rútu og ji minn eini hvað ætli fólk sem mætti okkur hafi hugsað...... Það stóðu allir á ganginum í rútunni og dönsuðu og sungu og það var sko bara brjálað fjör, skemmtilegasta rútuferð EVER ;) Fórum svo í bæinn og tjúttuðum eitthvað frameftir, ég leit á klukkuna á einum tímapunkti og þá var hún 4... leit svo aftur á hana svolítið seinna og þá var hún um 2.... hmmm hef því ekki hugmynd hvað tímanum leið ;) Ég misskildi svo Gunna eitthvað sem hringdi í mig og sagðist vera í bænum og ég út af skemmtistaðnum sem við vorum á til að hitta hann en nei nei þá var hann í einhverju partý í bænum og ég bara ein úti á götu í bænum... dreif mig því bara heim enda orðin mjöööög þreytt og var svo bara fersk í morgun... eða á hádegi í dag þegar daman mín kom heim úr pössuninni ;)

Oh svona eiga djömm að vera ;)