PEACE

miðvikudagur, október 06, 2004

Vinnan og ömmur og afar....

Er búin að vera að spá í það hve mikilvægt það er að maður sé ánægður í vinnunni, jiii hvað það er mikilvægt!! Það hefur sko bara áhrif á allt, ef maður er ekki ánægður þá er erfitt að vakna á morgnana, maður er pirraður þegar maður kemur heim og úff þetta hefur svo mikil sálræn áhrif. Ég finn þetta eftir að ég byrjaði í nýju vinnunni, þetta er bara allt annað líf, maður er alltaf í djóllí gút fíling sko :) Svo ef þið eruð óánægð í vinnunni mæli ég bara með að þið finnið ykkur nýja :þ
Þetta voru sem sagt góð ráð Maríu.....

Já og annað, líta ömmur ykkar og afa út svo til nákvæmlega eins og þau gerðu þegar þið voruð lítil? Mín gera það...... vá þau hafa bara ekkert breyst í 20 ár ég get svo svarið fyrir það :þ Öll ennþá með sömu greiðslu eða svo til (afarnir reyndar með frekar lítið hár og því lítið hægt að breyta til hihi) og þegar ég hugsa tilbaka hafa þau bara ekkert breyst - mér finnst það magnað :) Vonandi lít ég alveg eins út og ég geri í dag eftir 20 ár - kannski er þetta arfgengt :þ