PEACE

mánudagur, júní 02, 2008

STUÐ STUÐ STUÐ

Já það var fjör þessa helgina í Kólguvaðinu :)

Mamma hélt upp á 50 ára afmælið sitt hérna á laugardagskvöldið og var ekkert smá gaman, langt síðan maður hefur verið í partý ;)

Í gær horfðum við Gunni á landsleikinn og vorum bæði mjööög svartsýn en viti menn við rústuðum svíunum, sjæææse hvað það var sætt :o) Ég var næstum farin að grenja þegar leikmennirnir voru sýndir í faðmlögum út um allan völl og hálf grátandi úr gleði - hormones hormones ;) Allavega Peking här kommer vi - jú hú :)

Í gærkveldi var okkur skötuhjúum boðið í bíó, fórum að sjá Indiana Jones og viti menn hún var nú bara mun betri en ég átti von á! Mér finnst svona brúnar myndir yfirleitt leiðinlegar (og gráar myndir líka) en ég hafði bara gaman af þessari :)

Ohh ég er að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að kaupa mér sumarkort á einhverri líkamsræktarstöð í sumar... ég er ekki að nenna að æfa inni yfir sumarið EN ég er víst á leið til Spánar 11.september (jájá príma dagsetning fyrir flughrædda til að fljúga...) og þarf að koma mér í aaaaaaðeins (lesist mikið) betra form!! What to do, what to do?

Finnst ykkur ekki annars skemmtilegt þegar maður bætir inn sænsku og ensku og svona allskonar tungumálum í bloggið... ég er svo fjöltyngd - er það ekki orð annars...?