PEACE

föstudagur, maí 23, 2008

JÚRÓ SMÚRÓ

Jibbííí kóla við komumst upp úr undanriðlinum - LOKSINS :o)

Ég hef held ég aldrei verið eins lítið spennt fyrir Eurovision og núna. Kannski er það vegna þess að það er ekkert djamm á manni... ég tengi þessa keppni ósjálfrátt við mega djamm og stuð og Pál Óskar og allt það :O) Og kannski er ástæðan sú að ég var ekkert ofurspennt fyrir þessu lagi eða keppendunum..

En ég horfði nú samt í gær og þjóðarstoltið var ekki lengi að blússa upp í manni hahahaha :o) Mér fannst þau gera þetta rosalega vel, stóðu sig eins og hetjur. Söngurinn frábær, sviðsframkoman kannski aaaaðeins of mikið eitthvað.. veit ekki... en allavega þá virkaði þetta þar sem þau komust upp úr riðlinum, bara FRÁBÆRT :)

Daninn heillaði mig upp úr skónum. Úla-la segi ég nú bara ;) Mér fannst lagið frá Búlgaríu líka æði en það komst ekki áfram - hvað var það?

Nú er bara að massa þetta á laugardaginn og komast í topp 5 :) Ég er þó ekki bjartsýn en þar sem ég virðist einstaklega lélegur spámaður þegar kemur að Eurovision þá er aldrei að vita!