PEACE

föstudagur, apríl 04, 2008

BRAUÐFÆTUR

Ég hreyfði mig ekkert á meðgöngunni, sko EKKERT. Ég var meiri að segja hætt að fara upp á næstu hæð á morgnana að sækja mér kaffi með stelpunum í vinnunni því ég hreinlega nennti ekki upp tröppurnar... hámark letinnar!!

En núna get ég ekki beðið eftir vorinu, ætla að vera svooo dugleg að labba úti með vagninn í Heiðmörkinni :) Ég fékk smá áfall í gær. Labbaði út í sjoppu (já að kaupa nammi..) og þurfti að hoppa niður smá halla og yfir drullupoll (þetta var svipað og hoppa niður 2 tröppur) og ég bara stekk eins og ekkert sé og shit þegar ég lenti gáfu fæturnir sig og ég bara DATT! Lappirnar á mér hreinlega báru mig ekki!! Sem segir mér tvennt: 1) Ég er of þung fyrst fæturnir bera mig ekki lengur - er að byrja að vinna í því! 2) Ég VERÐ að fara að hreyfa mig og styrkja, herregud!

Fór í fyrsta göngutúrinn í dag sem var æði meðan við vorum með vindi, bara brjáluð blíða og yndislegt að labba úti en á leiðinni tilbaka (á móti vindi) var bara geðveikt kalt - brrrrrr. Vonandi verður aðeins minni vindur á morgun því þá er stefnt á göngutúr nr.2 :o)