Karitas/Karítas
Við vorum aðeins búin að ræða það hvort við ættum að skrifa nafnið hennar með i eða í áður en hún fæddist, ég notaði alltaf "í" þegar ég skrifaði þetta nafn en "i" virtist vera töluvert algengara, allavega eru helmingi fleiri skráðar Karitas en Karítas. Það var því ákveðið að skrifa það Karitas þar sem hugsunin var að hafa það sem algengara er svo hún þurfi ekki alltaf að vera að leiðrétta ritháttinn á nafninu sínu.
Presturinn spurði okkur síðan ekkert út í þetta þegar við skírðum. Í dag virðist sem að Karítas með í sé þó nokkuð algengara en með i, allavega á yngri módelum :). Og þar sem okkur fannst það báðum eðlilegri ritháttur til að byrja með (finnst bæði fallegt) höfum við komist að þeirri niðurstöðu að skrifa nafnið með í - sem sagt Karítas Eva er það :)
Presturinn spurði okkur síðan ekkert út í þetta þegar við skírðum. Í dag virðist sem að Karítas með í sé þó nokkuð algengara en með i, allavega á yngri módelum :). Og þar sem okkur fannst það báðum eðlilegri ritháttur til að byrja með (finnst bæði fallegt) höfum við komist að þeirri niðurstöðu að skrifa nafnið með í - sem sagt Karítas Eva er það :)