PEACE

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

NÖFN

Ég elska að spá í nöfn, finnst þetta eitt það alskemmtilegasta á meðgöngunni að spá í nafn á tilvonandi kríli :) Ég var reyndar byrjuð að spá í nöfn löngu fyrir meðgönguna en svo eftir 20v sóknarinn fór ég að spá fyrir alvöru og fékk svo Gunnar loks til að spá í þetta með mér um daginn (hann er ekki eins ör og ég... :) Við komumst að hálfgerðri niðurstöðu, bæði mjög sátt við nafn sem okkur fannst líklegt að yrði fyrir valinu. Í gær hinsvegar fékk ég bakþanka og umræðan fór aftur af stað. Núna eru í umræðunni allavega 2 nöfn og spurning hvað verður.. spennó, spennó :) Við ætlum að skíra á sjúkrahúsinu ef það verður hægt (kapella og prestur laus) svo það þarf að vera búið að ákveða þetta fyrir það allavega :)

Ég fór að hugsa um það í gær hvort það væri kannski sniðugt að vera með 2-3 nöfn á fæðingarstofunni og prufa þau svo þegar daman er mætt. En ég held það sé ekki sniðugt. Ég held ég verði of þreytt eftir fæðinguna til að spá í þetta akkúrat á þeim tímapunkti... svo ég hugsa að við verðum búin að ákveða okkur áður en við förum uppeftir - það er allavega stefnan :) Gerðum það síðast og ég held það sé sama hvernig hún Hafdís Anja hefði litið út, mér hefði alltaf fundist nafnið passa :o)

Annars bara allt í blússandi fíling, brjálað prógram framundan um helgina. Við fáum 2 heimsóknir til okkar og við Anja skreppum svo líka í eina heimsókn svo okkur ætti ekki að leiðast frekar en fyrri daginn :o)