PEACE

sunnudagur, janúar 27, 2008

HEY HÓ

Jæja þá er íbúðin nánast tilbúin og við í skýjunum :) Ég bara trúi því varla ennþá þegar ég kem fram á morgnana að það sé eldhús hérna með eldhústækjum.. og rennandi vatn í vöskum osfrv.!! Kom fram á laugardagsmorgun og sá að litla skottið mitt trúir því ekki heldur því hún var búin að setja órhein glös og skeið í baðið muhahaha hún man ekkert til hvers uppþvottavél er :) Og ég fer ENNÞÁ í baðið eftir klósettferðir til að þvo mér og fatta svo að það er vaskur á baðinu þegar ég finn ekki sápustykkið :) En maður verður eflaust fljótur að venjast lúxusinum!

Hinsvegar virðist óheppnin eitthvað ætla að elta mig. Á föstudaginn (í brjálaða veðrinu þegar fólki var ráðlagt að halda sig heima) keyrði ég sjálf í vinnuna aldrei þessu vant. Gunni skutlar mér yfirleitt en var heima með stelpuna veika. Og aldrei þessu vant ákveð ég að leggja á efra plani þar sem ég var orðin sein á fund þar vegna mæðraskoðunar fyrr um morguninn. Og einhvernveginn tókst mér að bakka á jeppa á stæðinu - eða rétt nuddast upp við hann (stuðari í stuðara) og lét ég vita í móttöku að eigandi XXX bíls þyrfti að hafa samband við mig. OG með minni heppni kom í ljós að ég hafði bakkað á FORSTJÓRA fyrirtækisins, já á fína dýra dýra dýra Porche jeppann hans...!! Shitturinn titturinn hvernig er þetta hægt...? Fokk fokk hvað ég varð pirruð, já ég og pirringurinn erum góðir vinir þessa dagana/vikurnar/mánuðina..

En svo er ég nú reyndar svo heppin að ég á yndislegustu vini í heimi :o) Kom berlega í ljós þegar Mæja og Birna komu og sóttu mig á föstudagskvöldið og buðu mér óvænt út að borða á Ítalíu - NAMMM hvað maturinn var geggjaður *SLEF* og síðan í bíó á eftir!!! Yndislegt kvöld alveg og pirringurinn fljótur að fara - takk þið eruð bara SÆTASTAR :) Það var reyndar bakkað á okkur á Laugaveginum... annar áreksturinn minn þann daginn... ég sver það, en við vorum allavega í rétti og enginn slasaðist!

Á laugardaginn hittumst við svo Króksaraskvísurnar hér í Kólguvaðinu. Ég bauð stolt upp á kaffi úr nýju kaffivélinni, fór sko um morguninn og keypti kaffibolla til að geta boðið öllum upp á Latte (var búin að æfa mig þvílíkt að búa það til) en nei ég gleymdi að kaupa mjólkina svo það var bara einn bolli á mann takk fyrir - herregud..!! En það var æðislega gaman að hitta þær og sátum við í marga tíma og spjölluðum :)

Um kvöldið var svo fyrsta matarboðið í Kólguvaðinu (já já allt að gerast hérna mar) en Birkir og Jóna kíktu til okkar í mat. Við vígðum hellurnar og ofninn og tókst bara svona ljómandi vel upp svo það eru fleiri matarboð á dagskránni :)

Allar rannsóknir komu vel út í síðustu viku vegna meðgöngunnar svo líklega er bara allt í fínasta lagi :) Fer þó aftur í fyrramálið til að við getum verið alveg viss en ef það kemur líka vel út þá er líklega bara um að ræða meðgöngukláðaútbrot einhverskonar sem er hvimleiður andsk.. en ekki hættulegur barninu - og það er nú fyrir öllu, ég þoli "smá" kláða í nokkrar vikur :)