PEACE

þriðjudagur, desember 11, 2007

FJARSTÝRINGAR

OK ég verð að byrja á að taka það fram að fjarstýringar eru hið mesta þarfaþing. Bara hvernig fór fólk að án þeirra? Shit hvað ég myndi ekki nenna að standa upp til að skipta um stöð eða hækka/lækka í tækjunum osfrv :) Reyndar var kannski lítið skipt um stöðvar í gamla daga muhahaha :o)

EN allavega þá þoli ég þær samt ekki. Ógeðslega ljótar og þær eru bara út um ALLT. Ég tók mig til í gær og taldi fjarstýringarnar á mínu heimili og þær eru hvorki meira né minna en 15 talsins takk fyrir takk.
15 FJARSTÝRINGAR!!
Nýjasta er að sturtunni.... já sturtunni pípól, ég meina það sér það hver heilvita maður að það er MJÖG nauðsynlegt að vera með fjarstýringu að sturtunni muhahahahaha ég sver það.

Gunni sá svo auglýsingu í blaðinu þar sem var verið að auglýsa eina fjarstýringu sem hægt að er að nota í staðinn fyrir allar hinar. Vá hljómaði freistandi þar til ég sá verðið, 25 þús kr. fyrir fjarstýringu!! Over my dead body, og mig langar EKKI í hana í jólagjöf Gunni - takk samt :)