Jólin eru að koma :)
Já nú má sko blogga um jólin enda styttist í hátíðarnar :) Ég er nú ekki komin í mikið jólaskap, ég læt það fara aðeins of mikið í pirrurnar á mér að geta ekki skreytt almennilega núna um helgina og gert allt klárt fyrir des eins og ég er vön því húsið mitt er næstum fokhelt. En ég hef tekið þá ákvörðun að láta það ekki pirra mig meir og vona bara að það besta - að þetta verði allt klárt fyrir jól :)
Húsið gengur hægt en píparinn kom á fös. og tengdi sturtuna og þvottavélina - það var það sem lá mest á. Sjónvarpið hinsvegar virkar ekki og hefur ekki gert og það liggur pínu mikið á því, verður vonandi kippt í liðinn í kvöld!
Um helgina málaði ég herbergið hennar Önju og gerði það klárt að mestu leiti, hengdum upp spegil, hillur og TV og svo var ég búin að taka mig til og setja saman hillusamstæðu sem ég keypti handa henni í IKEA alveg ALEIN :) Og þetta var sko engin smá smíði enda heyrði ég að karlinn hafði enga trú á mér þegar ég byrjaði en ég held ég hafi komið honum á óvart með að ljúka þessu með stæl :) Hann herti reyndar nokkrar skrúfur þegar ég var búinn... muhahahaha say no more :)
Við hengdum líka upp hillu í svefnherberginu, settum upp nokkra reykskynjara og dútluðum svona aðeins við hitt og þetta - það er sko ekki mikil hvíld um helgar í Kólguvaði svo mikið er víst og það er ennþá HELLINGUR eftir. Svo var reyndar skroppið í IKEA til að kaupa nokkra hluti en það var ekki einn þeirra til. ÉG HATA IKEA. Seriously hvað er málið með þessa búð og að eiga ALDREI til neitt nema sýningareintök af draslinu sem þeir selja?? Það hengu 10 eintök upp um alla veggi af speglinum sem mig langaði í en mátti ég kaupa einn? Ekki sjens. Bíða í 3-4 vikur eftir næstu sendingu... Best að tala ekki meira um IKEA þar sem ég var í góðu skapi þegar ég vaknaði.
Húsið gengur hægt en píparinn kom á fös. og tengdi sturtuna og þvottavélina - það var það sem lá mest á. Sjónvarpið hinsvegar virkar ekki og hefur ekki gert og það liggur pínu mikið á því, verður vonandi kippt í liðinn í kvöld!
Um helgina málaði ég herbergið hennar Önju og gerði það klárt að mestu leiti, hengdum upp spegil, hillur og TV og svo var ég búin að taka mig til og setja saman hillusamstæðu sem ég keypti handa henni í IKEA alveg ALEIN :) Og þetta var sko engin smá smíði enda heyrði ég að karlinn hafði enga trú á mér þegar ég byrjaði en ég held ég hafi komið honum á óvart með að ljúka þessu með stæl :) Hann herti reyndar nokkrar skrúfur þegar ég var búinn... muhahahaha say no more :)
Við hengdum líka upp hillu í svefnherberginu, settum upp nokkra reykskynjara og dútluðum svona aðeins við hitt og þetta - það er sko ekki mikil hvíld um helgar í Kólguvaði svo mikið er víst og það er ennþá HELLINGUR eftir. Svo var reyndar skroppið í IKEA til að kaupa nokkra hluti en það var ekki einn þeirra til. ÉG HATA IKEA. Seriously hvað er málið með þessa búð og að eiga ALDREI til neitt nema sýningareintök af draslinu sem þeir selja?? Það hengu 10 eintök upp um alla veggi af speglinum sem mig langaði í en mátti ég kaupa einn? Ekki sjens. Bíða í 3-4 vikur eftir næstu sendingu... Best að tala ekki meira um IKEA þar sem ég var í góðu skapi þegar ég vaknaði.