PEACE

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Útilegulíf

Já útilegulífið heldur áfram, frekar erfitt hjá fólki sem ekki er mikið fyrir útilegur... :)

En þetta smá mjakast, ég er komin með sjónvarp (sem virkar þó illa..) og internet!

Vatn á vaskahús og sturtutenging áttu að koma á mán, svo í gær og nú í dag. Smiður og rafvirki áttu líka að koma í gær og nú í dag - spennandi að sjá hvort það rætist. Ég hef litla trú.

Gunni greyið er með verkefnalista á hverjum degi eftir vinnu. Hann er búinn að hengja upp öll ljós í gangi og stofu og var það sko margra klst verk þar sem þau voru víst frekar flókin og þurfti að bora þau öll upp.

Í gær þurfti svo að bora í flísarnar inni á baði til að hengja upp hanka, wc-rúlluhaldara ofl. og hafðist það fyrir rest en flísarnar voru ekkert alveg að gefa sig sko, harðger andsk...

Og svo tekur við að hengja upp ljós í herbergjum en það er víst lítið mál þar sem ekki þarf að bora fyrir þeim, karlinn er víst orðinn þreyttur á bornum :)

Ég reyni nú líka að gera mitt, er búin að moppa alla veggi eftir vinnu þar sem þeir eru svo rykugir og því mjög þurrt loft í íbúðinni. Keypti líka eitt stk. rakatæki svo þetta er allt að koma :) Gunni ætlar að renna yfir loftin líka við tækifæri þar sem ég næ víst ekki svo hátt upp..
Ég er búin að vera að dúlla mér við að hengja upp myndir og svona aðeins að reyna að gera kósý en svo koma hlutir eins og stór spegill sem ekki duga naglar á og steypuveggir sem neita að láta negla í sig og þá þarf Gunni að mæta með borinn svo þau verkefni bíða aðeins. Ég þoli ekki að geta ekki klárað þetta sjálf - held ég verði bara að læra á borinn!!

En Jesús hvað ég get ekki beðið eftir innréttingunum. Bara get ekki beðið. En bíð þó :)