PEACE

sunnudagur, október 08, 2006

HELGARUPPGJÖR

Helgin var fín, stórfín alveg en full mikið að gera ég er bara hálfþreytt :)

Okkur skötuhjúum var boðið í partý á q-bar á föstudagskvöldið og skemmtum við okkur stórvel :) Ég var reyndar staðráðin í því að verða EKKI þunn þessa helgi svo ég fór heim upp úr 2 en þá var ég aaaaalveg að sofna :) Föstudagsdjömm finnst mér alltaf erfið, ég er alltaf svo þreytt eftir vikuna.

Á laugardagskvöldið kíkti fjölskyldan til okkar í spil, stuð stuð stuð :) Byrjuðum á Fimbulfamb þar sem Siggi nýgræðingur rústaði okkur.. bévítans byrjenda heppni :) Síðan tókum við Mr&Mrs sem er bara snilldarspil en mikið rosalega erum við Gunni léleg í þessu spili... hmmmm... við kennum ASNALEGUM spurningum um!! Að lokum tókum við smá Buzz sem er nú alltaf brilljant :) Já það var mikið stuð þetta kvöld og mikið hlegið og vonandi verður þetta bara endurtekið fljótlega :)

Fór svo í leikhús í dag með mömmu og dömunni en við sáum Sitji Guðs Englar og er það rosalega skemmtilegt, mæli með því :)

Sáuð þið Kompás? Mér finnst Ómar snillingur :) Frábært þegar fólk fylgir svona eftir sinni sannfæringu, hann er alveg magnaður karlinn!!

Jæja best að halda áfram að lesa, keypti mér Flugdrekahlauparann á föstudaginn og hef bara ekkert náð að lesa - svo kreisí að gera!!