ÓTRÚLEGT
Haldið þið að bæði liðin sem ég held með í HM hafi ekki bara gert sér lítið fyrir og komist áfram í dag :) Fyrst voru það "Englarnir" eins við Mæja kjósum að kalla þá hahaha en hann Beckham minn kom þeim áfram - duglegur strákur! Svo voru það Portúgalar og fjúff þvílíkur leikur ég hef bara aldrei séð annað eins. Það voru sko spjöld á ferð og flugi allan leikinn, dómarinn að missa sig, slagsmál út um allt og já bara allt að verða brjálí - en það er nú bara gaman af því :)
Leiðinlegra þegar ég áttaði mig á því að þessi tvö lið mætast í átta liða úrslitum :( En það er þá ekki jafn svekkjandi ef (þegar) Englendingarnir detta út, þá eru allavega Portúgalar eftir :)
Annars fátt í fréttum á þessum bænum, bíð spennt eftir að litli nágranninn minn láti sjá sig og ég held það séu nú bara ágætis líkur á að það fari að gerast fljótlega :) Morgundagurinn ansi flottur með kennitöluna 260606 :)
Leiðinlegra þegar ég áttaði mig á því að þessi tvö lið mætast í átta liða úrslitum :( En það er þá ekki jafn svekkjandi ef (þegar) Englendingarnir detta út, þá eru allavega Portúgalar eftir :)
Annars fátt í fréttum á þessum bænum, bíð spennt eftir að litli nágranninn minn láti sjá sig og ég held það séu nú bara ágætis líkur á að það fari að gerast fljótlega :) Morgundagurinn ansi flottur með kennitöluna 260606 :)