PEACE

fimmtudagur, maí 25, 2006

Heilsulíf

Mikið á heilsulífið ekki við mig.... ég bara er ekki þessa "holla" týpa. Ég er ekki skvísan sem mætir með skyr eða túnfisk og kotasælu sem hádegismat í vinnuna... eða salat og 1/2 brauðsneið... verður fólk satt af þessu????

Nei ég er meira þessi týpa sem skreppur á Stylinn, KFC eða Makkarann og étur almennilega :)

En maður getur vanið sig á allan andskotann, það er erfitt fyrst - ógeðslega erfitt en þetta venst. Ég fæ mér t.d. svo til aldrei franskar lengur og í byrjun langaði mig varla að borða hamborgara eða pítu eða hvað það var án franskanna en í dag sakna ég þeirra ekki mikið... samt svolítið en ég lifi :) Ég fæ mér ekki nammi öll kvöld eins og ég gerði.... eiginlega bara einu sinni í viku, einstaka sinnum sem ég hef svindlað en þetta vandist líka - VIBBA erfitt fyrst en vandist :)

Eitthvað sem venst ekki er að þurfa að mæta i ræktina, shit ég er bara aldrei að nenna því :´( Þegar við Fjóla mættum í síðasta einkaþjálfunartímann (við mættum sko ALLTAF) þá vorum við að ræða það áður en þjálfarinn mætti hvað það væri frábært að húsið yrði lokað daginn eftir því þá þyrftum við ekki að mæta... við í hnotskurn sem sagt. Jæja þjálfarinn mætir og spyr okkur eftir smá stund hvort við séum ekki orðnar þannig að okkur líði bara hálf illa ef við missum úr æfingu..... uuuuuu.... hmmmmm.... neeeeiiii við gátum nú ekki alveg sagt það... nýbúnar að fagna því að sleppa næsta dag muhahahaha :O) Mér mun aldrei finnast hræðilegt að komast ekki á æfingu - er nokkuð viss um það!!

En við erum enn að púla, reyna að vera duglegar... púluðum allavega fullt í Smáralindinni í dag hlaupandi á milli verlsana muhahaha það var þúsund sinnum skemmtilegra púl en það sem við tók í Sporhúsinu strax á eftir...