PEACE

laugardagur, apríl 29, 2006

FLENSA SMENSA

Ég var veik á fimmtudaginn þarsíðasta, það er á sumardaginn fyrsta. Sem og föstudag, laugardag og sunnudag takk fyrir. Var ennþá slöpp mán, þri og mið en samt ekkert að drepast en á fim var mér allri lokið á ný og endaði hjá doksa sem tjáði mér að ég væri með flensuna sem væri lengi að ganga yfir og með miklum og erfiðum hósta - sem ég hef fengið að finna fyrir!! Hann sagði að eyrun á mér væru líka full af skít og fékk ég eitthvað drasl við því og á að mæta aftur eftir helgi ef ég er ennþá heyrnalaus þá og með eyrnaverki..

Þannig ég lá AFTUR seinnihluta fim, allan fös og búin að vera slöpp í dag en held samt að þetta sé nú komið svona nokkurnveginn, það bara verður að vera ef ég á ekki að verða GEÐVEIK!!

Þetta er ekkert sérlega sniðugt þar sem það voru ótrúlega fáir vinnudagar í apríl og það er gjörsamlega kreisí að gera í vinnunni hjá mér akkúrat núna. Drasl sem á að vera farið út og dót sem á að vera komið inn og allt í pati bara og ég aldrei í vinnunni... fyfan. Ætla að reyna að mæta á morgun og finna eitthvað út úr þessu, þetta bara gengur ekki!

Annars var nammidagur hjá mér í dag og ég svo heppin að það var barnaafmæli hjá Fjólu og hún með allskonar kræsingar, nammm :þ Vildi að ég hefði verið aðeins lystmeiri því þá hefði ég örugglega étið þetta allt upp til agna en ég bara hef haft litla lyst alla vikuna - væntanlega fylgifiskur flensunnar. Hefur hjálpað í átakinu en er frekar leiðinlegt á nammidegi... mig á örugglega eftir að dauðlanga í sætindi á morgun!!