PEACE

sunnudagur, apríl 02, 2006

SVAÐALEGT!

Það var skráningadagur hjá vinnunni minni á föstudaginn sem þýddi nokkra fyrirlestra, út að borða á Vox, Afríkudans í Kramhúsinu, bjór á Ara í Ögri, að búa til skemmtiatriði með hópnum sínum á klst og svo matur + fullt af skemmtiatriðum á Galileó og að lokum Koníakstofa Galíleó með kokteilum og skemmtiatriðum á eftir. Þetta samanlegt var BARA STUÐ :O)

Ég ætlaði sko snemma heim því það var svo árshátíð Wurth í Keflavík daginn eftir og átti að leggja af stað upp úr háegi. En ég fór ekki snemma heim.... og ég drakk ekki tvö hvítvínsglös með matnum og lét það duga... Þetta kvöld var kvöld KOKTEILANA og herregud hvað Jarðaberjamohito er sjúklega góður drykkur og eftir því sem maður torgar fleirum því betri verður hann :) En já stuðið var svaðalegt og eftir Galíleó töltum við nokkrar ferskar yfir á Thorvaldsen og stoppuðum aðeins þar og fengum okkur kokteila.... síðan fórum við nokkrar þaðan (duttu einhverjar úr lestinni...) yfir á Nasa og þar fyrst byrjaði stuðið - hver haldið þið að hafi mætt á svæðið og troðið upp....?? Engin annar en PÁLL ÓSKAR GOÐIÐ MITT, Jesús ég næstum missti mig ég var svo ánægð að sjá hann á sviðinu og sjæse hvað við skvísurnar dönsuðum diskóið maður :O) Þegar við gátum ekki klappað hann upp meira var tölt af stað að leita að leigubíl, ein á tásunum því hún dansaði hreinlega skóna af sér á Nasa og ein hálfsofandi því hún var svo þreytt eftir allan dansinn og svo vorum við tvær til viðbótar svona nokkuð ferskar bara hehe :)

Daginn eftir var ég ekki eins fersk... meira svona dauð... shit maður ég ældi og ældi og hausinn á mér var hreinlega að springa :( Mér fannst það ósanngjarnt!! Ég drakk reyndar alveg mikið en það var líka á foxxing 12 tímum og var ég alls ekkert sauðölvuð, bara meira svona spræk og þá á maður ekki skilið svona þynnku!! Allavega þurfti samt að drulla mér á fætur og keyra til Keflavíkur á árshátíð en ég var reyndar orðin nokkuð góð þá - Alka Seltser frá Ömma reddaði sko öllu hehe :) Árshátíðin hjá Wurth var alveg þrælskemmtileg og hefði eflaust verið enn skemmtilegri hefði ég verið aðeins sprækari :)

Nú er bara vinnuvikan framundan og úff mér veitti ekki af tveim frídögum til viðbótar bara til að jafna mig eftir atburði helgarinnar.... já maður er orðin gamall!!