PEACE

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

BORGARBARN

Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég er mikið borgarbarn!!

Var í gær að lesa bókina hans Arnalds og í henni er ein sögupersónan að deyja - sem ég by the way finn ekki út hvort sé kona eða maður... Marion Briem.. er það ekki konunafn? Ég hef alltaf haldið að þetta sé kona en Gunni heldur að þetta sé maður... hvað haldið þið?

Jæja allavega þegar ég las um þessa persónu á sjúkrahúsinu mundi ég hvað mér fannst æðislegt að horfa út um gluggan þegar ég var á sjúkrahúsinu í Delta tilraununum, fannst svo æðislegt að sjá öll ljósin í borginni.... og það minnti mig líka á það hvað það var yndislegt að horfa út um stofugluggan á Kársnesbrautinni hjá ömmu og afa og sjá öll ljósin á kvöldin...

Ég hef aldrei spáð neitt í það að hafa útsýni þar sem ég bý... enda hef ég alltaf hugsað með mér þegar talað er um útsýni að um sé að ræða fjöllin eða sjóinn... allavega eitthvað svona landslag sem ég er ótrúlega óspennt fyrir!! En ég væri alveg til í að vera upp á smá hæð þar sem maður sæi öll ljósin á kvöldin í borginni - það væri æðislegt útsýni fyrir mig :) Og þegar ég keyrði stelpuna á leikskólann í myrkrinu í morgun sá ég að þetta er AKKÚRAT útsýnið úr húsinu sem við buðum í síðasta haust.... URR alveg hreint óþolandi að horfa inn í þetta hús á hverjum einasta degi... 2svar á dag :'(

Já ég held ég sé borgarbarn í húð og hár...!!