PEACE

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

ÁTÖK

Úff þetta þrekraunarnámskeið er nú ekkert grín sko, átakið sem ég fór á í sumar var pís of keik miðað við þetta, það var nú bara kerlingaleikfimi en þetta er bara sækó - massa lyftingar og spinning til skiptis, úff púff!! Ég er vön því þegar ég mæti í ræktina að taka bara svona melló á því... áttaði mig nú samt ekki almennilega á því fyrr en þetta námskeið hófst!! Núna keyri ég mig út í hvert skipti sem ég mæti í ræktina og úff hvað það tekur á, ég er svo þreytt eftir æfingarnar (þó aðallega lyftingaæfingarnar) að ég bara get varla hreyft mig :'( Þegar við lyftum þá höfum við það það þungt að maður varla getur gert æfinguna með góðu móti heldur rembist maður eins og fáviti í restina af æfingunni til að klára hana.... mjöööööög skemmilegt því það lítur út eins og maður sé að skíta á sig og salurinn er sko alltaf fullur þegar maður er að lyfta og oftast fólk að bíða eftir tækinu sem maður er í og sér það því þessi óskaplegu tilþrif... SUCKS!!

En ég sé það samt núna að auðvitað er sniðugra að taka almennilega á því fyrst maður á annað borð er mættur í ræktina, það er bara pínu mikið að keyra sig út 5 sinnum í viku en þar sem þetta eru 6 vikur ætla ég að meika það og hvíla svo smá yfir jólin og stefna svo á að halda áfram en mæta þá ca.4 sinnum í viku ef ég verð komin í ágætis form... 5 sinnum er alveg í það mesta finnst mér.

Í gær þá lögðum við af stað í ræktina hálf sex, vorum að lyfta á miljón og ég var komin heim til mín kl.20:00..... sagði líka við Rebbu "SJÁUMST EFTIR TÆPA 10 TÍMA Í SPINNING!!"..... OJ þvílíkt líf q:o)