PEACE

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

ÁTAKIÐ

Átakið gengur bara mjög vel, allt nema að borða ekki sælgæti...!! Á laugardaginn var þrekpróf, vigtun, ummálsmæling, fitumæling og markmiðasetning. Mér gekk ágætlega í þrekprófinu nema magaæfingarnar gengu ekki nógu vel því ég gat varla andað fyrir harðsperrum... og þær eru ennþá!! Dísus enda neitaði ég að gera magaæfingar í gær, er búin að vera með harðsperrur í viku og þvílíkt vont að hósta og hnerra og nú geri ég bara ekki magaæfingar fyrr en þær eru farnar og hananú!! Hlaupið gekk heldur ekkert súper... en samt ágætlega... ég bara kann ekki að hlaupa lengur maður :'( Ég setti mér þessi líka fínu markmið.. og eitt af þeim var að borða bara sælgæti einu sinni í viku.... veit ekki í hvaða bjartsýniskasti ég var þegar ég skrifaði það niður en ég er sko búin að borða nammi á hverjum degi síðan... *roðn*.. En ég ætla að strika þettta markmið út bara og halda mig við að borða undir 1500 kkal á dag og taka bara franska kúrinn á þetta... litlir skammtar... eða réttara sagt - míní skammtar!!

Það er ekki vigtun aftur fyrr en í enda námskeiðsins... mér finnst það pínu galli því ef ég veit að það er vigtun alltaf á laugardegi passa ég mikið betur upp á hvað ég borða.. úff ég hef engan sjálfsaga Æ NÓ!! En ég ákvað að ég vigta mig þá alltaf bara sjálf á laugardögum og ætla svo að setja hér inn á bloggið hvort ég er búin að léttast eða þyngjast, þá er allavega pínu pressa ekkert gaman að setja alltaf hingað inn að ég sé búin að þyngjast :) Og þar sem ég get ekki vigtað mig á laugardaginn því ég er að fara í sveitina á morgun þá vigtaði ég mig bara í morgun og viti menn ég er búin að missa hálft kíló á fyrstu 5 dögunum vú hú hú hú :o)

OAO