PEACE

föstudagur, október 28, 2005

Jiibbíí föstudagur :)

Tengdaforeldrar mínir kíktu á okkur í gærkveldi og það hitti svo skemmtilega á að Davíð Oddsson var akkúrat að mæta hjá Strákunum þegar þau komu. Gunni spurði hvort þau vildu ekki sjá Dabba kóng og þau héldu það nú.... biðum öll svaka spennt.... og DAMN hvað ég varð pirruð þegar það var ekki kóngurinn sem mætti heldur einhver nafni hans sem strákarnir höfðu grafið upp NOT FUNNY!! Auðunn hringdi í mig alveg í kasti og spurði hvort mér hefði ekki fundist þetta fyndið.... uuuu nei! Brosti nú samt út í annað :)

Seinna um kvöldið erum við að horfa á sjónvarpið (tengdó voru farin þá) og það eru auglýsingar og verið að auglýsa einhvern klósetthreinsi. Parið í auglýsingunni er að rífast um það hver þreif klósettið seinast og þá heyrðist í honum Gunna mínum "NÚ! Er það ekki alltaf karlmaðurinn sem sér um þetta verk...??" Hahaha ég gat ekki annað en brosað en það er sko reglan á okkar heimili að karlmaðurinn sér um þetta verk því ég bara varla meika það.... hvorki klósettið né baðið... en ég geri bara annað leiðinlegt í staðinn :) Ég er með einhverja fóbíu fyrir klósettum og hún bara versnar.... ég sest ALDREI á seturnar á almenningsklósettum og trúi bara varla að fólk geri það.... ég á líka pínu erfitt með hurðahúninn inni á básunum og reyni að snerta hann ekki..... og svo bara lyktin - oj :'(

Jæja ætla að reyna að koma mér í föstudags- og vinnustuð... LOVE FRIDAYS :)