I'M BACK!
Jæja þá er maður bara mættur á klakann!! Boston var geðveik - allavega búðirnar þar muhahaha :o) Til að lýsa ferðinni í stuttu máli þá fór ég út án farangurs, tók einar buxur og eitt pils með mér út en ég keypti 5 stk. ferðatöskusett úti og TROÐFYLLTI það ásamt því að fá að geyma dót í mömmu og Dæju tösku á leiðinni heim..... jebbs það var sko verslað :) Varð að halda aftur af mér síðasta daginn vegna plássleysis... kom bara ekki meira í töskurnar :/
Við gistum hjá íslenskum hjónum, karlinn sér reyndar alveg um þetta en þetta er svona bed&breakfast staður og sá gamli er sko ÆÐI :) Hann er um sjötugt en þvílíkt hress og þeir sem gista hjá honum kalla hann pabba Hauk hehe við vonumst til að komast aftur til hans á næsta ári :)
Það var mikið labbað í ferðinni, mikið borið - úff ENDALAUSIR pokar maður - og lítið borðað þar sem það hreinlega gafst bara ekki tími í það haha :) Fengum okkur morgunmat kl.9 á morgnana og svo var yfirleitt ein máltíð til viðbótar yfir daginn.... illa farið með mann en þegar maður dettur í svona verslunarham þá finnur maður ekki fyrir hungri, þetta er pottþétt besta megrunaraðferð í heimi get ég sagt ykkur :)
Jæja ég er nývöknuð, svaf ekkert í alla nótt þar sem ég sat í flugvél og ég sef ekki í flugvélum, greinilega sama hversu þreytt ég er!! Lagði mig því í 3,5 tíma eftir að ég kom heim og er núna að taka upp úr töskunum, ætla að reyna að ganga frá sem mestu áður en Gunnar kemur heim, óþarfi að gefa manninum hjartaáfall með því að sýna honum fatahrúgurnar sem liggja hér á víð og dreif hahaha :)
Við gistum hjá íslenskum hjónum, karlinn sér reyndar alveg um þetta en þetta er svona bed&breakfast staður og sá gamli er sko ÆÐI :) Hann er um sjötugt en þvílíkt hress og þeir sem gista hjá honum kalla hann pabba Hauk hehe við vonumst til að komast aftur til hans á næsta ári :)
Það var mikið labbað í ferðinni, mikið borið - úff ENDALAUSIR pokar maður - og lítið borðað þar sem það hreinlega gafst bara ekki tími í það haha :) Fengum okkur morgunmat kl.9 á morgnana og svo var yfirleitt ein máltíð til viðbótar yfir daginn.... illa farið með mann en þegar maður dettur í svona verslunarham þá finnur maður ekki fyrir hungri, þetta er pottþétt besta megrunaraðferð í heimi get ég sagt ykkur :)
Jæja ég er nývöknuð, svaf ekkert í alla nótt þar sem ég sat í flugvél og ég sef ekki í flugvélum, greinilega sama hversu þreytt ég er!! Lagði mig því í 3,5 tíma eftir að ég kom heim og er núna að taka upp úr töskunum, ætla að reyna að ganga frá sem mestu áður en Gunnar kemur heim, óþarfi að gefa manninum hjartaáfall með því að sýna honum fatahrúgurnar sem liggja hér á víð og dreif hahaha :)