PEACE

mánudagur, apríl 04, 2005

Harðsperrur - enn og aftur :(

Mig minnir að ég hafi verið búin að tilkynna það að ég fékk harðsperrur dauðans í Prag.. á 3ja og 4ja degi gat ég bara vart gengið, þvílíkur var sársaukinn!!

Verst var þó þegar við fórum upp í einhvern kirkjuturn hjá St.Nicholas kirkjunni (verður að skoða hana Beta, þessa sem er ekki á aðaltorginni heldur hinum megin við Karlsbrúnna)! Það þurfti að labba upp vel yfir 200 tröppur (geðveikt bratt) og við borguðum okkur inn Nota bene... Jesús ég var svo brjáluð út í sjálfan mig þegar við vorum svona hálfnuð upp, ég var móð og másandi og harðsperrurnar að drepa mig sem og iljarnar og ég vissi að ég ætti eftir að príla niður aftur sem er sko 1000 sinnum verra þegar maður er með harðsperrur, það er eins og að ganga með hníf í sínhvorum kálfanum!! Urr ég lét mig hafa það upp, labbaði (þrumaði) hring í kringum turninn og dreif mig svo aftur niður með fýlusvip á vör - sjaldan verið jafn pirruð út í sjálfan mig, auðvitað hefði ég bara átt að bíða meðan þau kíktu þarna upp og hvíla aðeins leggina á mér - en NEI María þykist alltaf geta allt ;) En svo skoðuðum við inn í kirkjuna og vááááá hvað hún var flott, ótrúleg sjón alveg - hún og dómkirkjan, alveg magnaðar byggingar!!

Jæja að harðsperrunum, við kallinn fórum á árshátíð á Kirkjubæjarklaustur um helgina og þegar við mættum var akkúrat að byrja íþróttamót. Mitt lið byrjaði á Limbó og Maja stirða sem allt getur þóttist vera einhver Limbó drottning og lét sig hafa það undir ansi lága hæð og vann inn eitt stig fyrir sitt lið - okkar eina stig í allri keppninni en þau voru sko ansi mörg í boði.... við SÖKKUÐUM sem sagt :o) En VÁ harðsperrurnar sem ég fékk eftir limbóið, er að deyja í efri magavöðvum og lærum, ojojoj þetta þýðir bara eitt, og það er það, að ég er ekki í NEINU formi og þarf ég virkilega að fara að gera eitthvað í þessum málum - strax í dag ;)