Orðatiltæki
Ok ég bara sökka í svona dóti, að segja málshætti og orðatiltæki og allt þetta dóterí!
Komst að því í gær að maður segir víst að nú sé komið annað hljóð í strokkinn.... ég hef nú alltaf haldið að maður segði annað hljóð í skrokkinn þar sem maður er í raun að skipta um skoðun! En nei það er víst rétt að vísa í smjörið haha - ég er nú mikið að spá í að rabba við málfræðideild Íslands og benda þeim á hversu órökrétt þetta er... hvað kemur það hljóðinu í smjörstrokki við þegar maður skiptir um skoðun eða sér að maður hefur rangt fyrir sér?
Og ég hef einnig haldið að maður segði "eins og skrattinn úr Sauðárlæknum".... *ROÐN* en mikið var ég fegin að ein vinkona mín hélt það líka, við héldum sko að þetta væri svona skagfirskt orðatiltæki því í Skagafirði er Sauðárlækur... held ég....?? :o)
Man ekki meira í bili en þetta kemur alltaf allt vitlaust út úr mér svo ég nota þá nú ekki oft... en ég hélt nú að ég væri með þessa 2 á hreinu hahahaha en svo er greinilega ekki - DÓH!
Komst að því í gær að maður segir víst að nú sé komið annað hljóð í strokkinn.... ég hef nú alltaf haldið að maður segði annað hljóð í skrokkinn þar sem maður er í raun að skipta um skoðun! En nei það er víst rétt að vísa í smjörið haha - ég er nú mikið að spá í að rabba við málfræðideild Íslands og benda þeim á hversu órökrétt þetta er... hvað kemur það hljóðinu í smjörstrokki við þegar maður skiptir um skoðun eða sér að maður hefur rangt fyrir sér?
Og ég hef einnig haldið að maður segði "eins og skrattinn úr Sauðárlæknum".... *ROÐN* en mikið var ég fegin að ein vinkona mín hélt það líka, við héldum sko að þetta væri svona skagfirskt orðatiltæki því í Skagafirði er Sauðárlækur... held ég....?? :o)
Man ekki meira í bili en þetta kemur alltaf allt vitlaust út úr mér svo ég nota þá nú ekki oft... en ég hélt nú að ég væri með þessa 2 á hreinu hahahaha en svo er greinilega ekki - DÓH!