Bensín fyrir þúsund?
Ef það er eitthvað sem mér finnst ógeðslega leiðinlegt þá er það að taka bensín! Enda tek ég mjöööög sjaldan bensín, húsbóndinn sér mestmegnis um þá deildina ;) Það er nú ekki svo langt síðan ég lærði bara að fara á svona stöðvar þar sem maður dælir sjálfur en hún Birna kenndi mér á þær :) nota þær samt sárasjaldan, ef ég þarf að taka bensín leyfi ég bensínköllunum að dæla bara haha.
En það sem ég skil ekki er þegar fólk fyllir ekki tankinn þegar það tekur bensín.... hvað græðirðu á því annað en að koma aftur sem fyrst á bensínstöðina...? Jesús, fólk er kannski að taka bensín fyrir þúsund kall annanhvern dag í stað þess að koma bara á rúmlega vikufresti og fylla bílinn, skil það bara enganveginn!! Reyndar skil ég það ef það eru að koma mánaðarmót og bara þúsund kall eftir í veskinu hehe :þ
Ráð dagsins frá mér eru sem sagt þau að FYLLA TANKINN þegar þú tekur bensín bæði til að spara fyrirhöfn og peninga ;) Það kostar að keyra á bensínstöðina og svo eru allar líkur á að bensínið hafi hækkað síðan þú tókst síðast..... fyrir utan það hvað þetta er ógeðslega leiðinlegt :þ
En það sem ég skil ekki er þegar fólk fyllir ekki tankinn þegar það tekur bensín.... hvað græðirðu á því annað en að koma aftur sem fyrst á bensínstöðina...? Jesús, fólk er kannski að taka bensín fyrir þúsund kall annanhvern dag í stað þess að koma bara á rúmlega vikufresti og fylla bílinn, skil það bara enganveginn!! Reyndar skil ég það ef það eru að koma mánaðarmót og bara þúsund kall eftir í veskinu hehe :þ
Ráð dagsins frá mér eru sem sagt þau að FYLLA TANKINN þegar þú tekur bensín bæði til að spara fyrirhöfn og peninga ;) Það kostar að keyra á bensínstöðina og svo eru allar líkur á að bensínið hafi hækkað síðan þú tókst síðast..... fyrir utan það hvað þetta er ógeðslega leiðinlegt :þ