PEACE

sunnudagur, janúar 02, 2005

Bókagagnrýni Maríu Blöndal....

Já hér kemur þetta:

Kleifarvatn - Mér fannst hún þrælgóð, þó ekki besta bókin hans Arnalds en alveg þrælgóð ;)

Da Vinci lykillin - Snilld, elska svona bækur sem bæði segja góða sögu en maður lærir líka ýmislegt af!

Barn að eilífu - Mögnuð frásögn og Guð minn góður hvað maður áttar sig ekki á því hvurslags rosaleg raun það er að eiga mikið fatlað barn.

Mæli sem sagt 100% með þeim öllum ;) Nú megið þið mæla með góðum bókum í kommentum þar sem ég er orðin bókalaus og ætla að drífa mig á bókasafnið á allra næstu dögum ;)