PEACE

þriðjudagur, desember 14, 2004

Ekki sjónvarpsblogg... og þó...

Á heimilinu mínu er yfirleitt kveikt á 3 tölvum á kvöldin.... finnst ykkur það heilbrigt? Gunni er í einni, ég í annari og síðan er ég með sjónvarpið í þeirri þriðju inni í tölvuherbergi til að missa nú örugglega ekki af neinu og Gunni er með kveikt á því inni í stofu svo hann missi nú ekki af neinu heldur - hahaha þetta er nú pínu geðveiki...!! En þetta sýnir bara að 3 tölvur geta verið nauðsynlegar á hverju heimili ;)

Jólaundirbúningur gengur stórvel alveg, við fórum í Holtagarðana í gær og versluðum smá jólagjafir... þær virðast ætla að klárast seint þessar blessuðu gjafir en þetta kemur allt með kalda vatninu ;) Ég er allavega búin með jólakortin en á eftir að skrifa á umslögin og fara með þau í póst. Annað held ég að ég sé bara ekki búin með.... á eftir að versla á mig smá jólaföt og jafnvel á snúllu og karlinn ef ég finn eitthvað. Jólahreingerningin er nú komin aðeins á veg því hann Gunnar tók sig til og byrjaði bara að þrífa skúffur og skápa á fullu einn daginn sem og þvottahúsið!! Vá hvað ég var ánægð með hann ;) Það verður engin smákökubakstur á heimilinu frekar en fyrri daginn því mér finnst þær vondar hihi og jólatréið verður skreytt næst sunnudag held ég... það er enn verið að semja um það á heimilinu en mér finnst sniðug hefð fyrst við skreytum allt á fyrsta í aðventu að skreyta jólatréið á síðasta í aðventu - eruð þið ekki sammála?