PEACE

miðvikudagur, desember 01, 2004

Jólahlaðborð

Jæja það eru 3 jólahlaðborð þetta árið, nammm :þ Mér finnst rosalega gaman að borða svona góðan mat en yfirleitt fer ég svo bara heim eftir matinn... nenni einhverra hluta vegna ekki að djamma eftir allt ofátið... líklega vegna þess að ég get ekki hreyft mig hahaha :)

Í ár mun ég prufa Versali, Óðinsvé og Grandhótel - fer reyndar á Grandhótel í 3ja sinn sem er bara fínt því það er alltaf svo góður maturinn þar :)

Ég fer á hverju ári á svona hlaðborð og þau sem ég hef prufað eru:
Grandhótel sem sagt 2svar og mæli með því
Skíðaskálinn - mæli ekki með honum því það var glatað að komast ekki heim þegar maður vildi!
Viðey - það var rosalega þröngt þar en maturinn góður
Broadway 2svar - var fínt ;)
Argentína - var ÆÐI ;)
Lækjarbrekka - sæmileg, myndi samt ekki mæla með henni það var t.d. bara ansi margt búið þegar það kom að mér og það var alveg hálftíma bið í það, t.d. eftir sósu og kjöti....!!
Í sal með aðfluttum mat frá Hótel Sögu held ég... það var sæmilegt
Á Hótel Sögu það var rosalega fínt
Á Hótel Loftleiðum, það var líka rosalega fínt
Naustið - mjög fínt líka ;)
Hótel Borg 2svar - ÖMURLEGT í fyrra skiptið, sátum svo þröngt að maður komst ekki fyrir, fengum matinn alltof seint (að verða 23:00!!) og var bara mega ósátt! Sæmilegt í seinna skiptið en mæli ekki með þeim!

Hmmm það er nú eflaust meira en ég bara man ekki eftir fleiri stöðum í bili :) Kannski þetta hafi hjálpað einhverjum sem er að leita að stað.... mæli sem sagt mest með Argentínu og Grandhótel held ég :)