PEACE

föstudagur, nóvember 12, 2004

Glataði bakarinn :(

Það er kökubasar í dag á leikskólanum hjá Hafdísi Önju og áttu allir foreldrar að koma með köku. Ég tók mig til og fann þessa fínu uppskrift af Marstertu og ákvað að baka marengsbotnana sjálf og alles, vera svona alvöru húsmóðir! Það fól reyndar í sér að hringja í Bibbu bakara frú og fá smá leiðbeiningar hjá henni og bakaranum hennar :þ Byrjaði síðan á herlegheitunum og ákvað nú að breyta aðeins kökunni, svona aðallega lúkkinu svo hún yrði nú girnilegri, mjög mikilvægt að eiga eina flottustu kökuna á svæðinu og allt það ;) Jæja þegar kakan var fullkláruð í gærkveldi var hún ekkert smá flott og við Gunni bara bjartsýn á það að hún myndi seljast strax..... EN í morgun var nú annað hljóð í skrokknum.... Kom í ljós að það var ástæða fyrir lúkkinu á kökunni, mitt nýja lúkk hafði rústað henni, bu hu hu hu :( Við tók hálftími í að reyna að lagfæra blessaða tertuna aðeins og síðan var bara hent yfir hana álpappír svo engin sæji hana og ég merkti hana sko ekki svo vonandi veit engin hver kom með þessi ósköp....

Basarinn byrjar kl.14:30 en við sækjum dömuna upp úr 16 og töluðum við um það í gær að það væri alltof seint því þá yrðu bara ljótu kökurnar eftir til að kaupa. Ég er nokkuð sjor á því að kakan mín verður eftir þegar ég mæti og ætla ég að segja upphátt þegar ég sé hana "NEI VÁ þessi kaka er sko meira en girnileg" og skelli mér síðan á hana :þ Veit allavega að hún er góð á bragðið enda samanstendur hún af púðursykurs/rice crispies marengs, rjóma á milli með jarðaberjum, marsstykkjum og Nóa kroppi í og síðan ofan á er rjómi, jarðaber og HELLINGUR af marskremi, nammmmmm ;)