PEACE

föstudagur, nóvember 05, 2004

Þriðja bloggið í dag!

Já hin tvö duttu bara út, eða annað þeirra kom aldrei og hitt hvarf þegar ég var að reyna að laga það :( Í stuttu máli var annað um það að ég er bara hissa á að vera á lífi eftir alla göngutúrana á skuggalegum göngustígum þar sem hvergi sést til húsa eða mannaferða og hitt var um hann Þórólf - ÁFRAM ÞÓRÓLFUR hehe nei nei bara aðeins að bögga hana Mæju mína ;) En ég finn pínu til með honum þrátt fyrir að líklegast sé það eina rétta í stöðunni að hann segi af sér :( Ætli hann hafi fengið eitthvað af þessum 40 miljörðum sem Olíufélögin sviku af okkur...(kannski sko, hef ekki hugmynd)? Og afhverju er hann einn hengdur? Æi ég er soddan sökker, finn alltaf svo til með fólki þrátt fyrir að það geti nú bara stundum sjálfum sér um kennt. Mér finnst nú samt pínu gróft þegar fólk sem er sjálft að svindla á kerfinu með því að skrá sig t.d. ekki í sambúð og þiggja þar með pening sem það á ekki rétt á, gagnrýnir manninn eins og það eigi lífið að leysa - stundum þarf maður aðeins að kíkja í eigin barm áður en maður gagnrýnir aðra ;)

Jæja ætlaði ekki að blogga um þessi mál aftur, leiðinlegt að blogga um það sama oft!! En ég get sagt ykkur frá fyrsta spinning tímanum mínum sem var í dag. Olgu píurnar stóðu sig nú ekki vel, við Kristín mættum einar á svæðið og Kristín meiri að segja lasin!! En mikið var ég fegin að hún lét sjá sig, leiðinlegt að vera einn, þá vil ég frekar fara bara út að hlaupa :) Allavega eftir fyrsta lagið var mér nú allri lokið og velti því fyrir mér hvort ég myndi bara meika allan tímann.... en það hafðist. Velti því svo fyrir mér ALLAN tímann hvernig mér hafði dottið í hug að fara í þetta helvíti þar sem þetta er bara ÓGEÐ þegar maður er ekki í góðu (eða bara engu) hjólaformi - algjör VIÐBJÓÐUR SKO!! Og svo fór málið að snúast um það hvort ég ætti að láta mig hafa það að sitja á hnakknum en á honum leið mér eins og ég væri með hjúmongus stick up my ass, eða hvort ég ætti að standa og reyna að standa af mér krampana sem voru komnir í lærin... ekki auðvelt val skal ég segja ykkur!! En nú er þetta allt gleymt og ég er bara mega stolt að hafa mætt og þraukað tímann ;) Aldrei að vita nema maður skelli sér aftur að viku liðinni hehe.