PEACE

miðvikudagur, október 27, 2004

Að spá og spögulera...

Ég er svo mikið að spá og spögulera á kvöldin þegar ég er komin upp í rúm og oftast sofna ég út frá þessum spöguleringum.... ekki meira spennandi en það sem sagt! Hef mikið spáð í það hversvegna tíminn líður alltaf hraðar og hraðar, úff ég ræð bara ekkert orðið við þetta :( Sko það er kominn 27 OKTOBER........ bara kom september eða? Og byrjaði oktober á 25..... Og þar fyrir utan þá er árið 2005 að koma - HERREGUD þetta er agalegt!!

Þegar maður var yngri þá var nú bara eitt ár eins og heil mannsævi að líða.... jólin komu svoooo sjaldan en nú eru bara alltaf jól...! Ég bjó t.d. í USA í 2 ár en mér finnst eins og ég hafi búið þar í 10 ár, mér finnst sá kafli í lífi mínu hafa verið álíka langur og þessi sem ég hef átt með Gunna núna en það eru 11 ár! Bjó svo í Svíþjóð í 10 MÁNUÐI en það voru eins og mörg ár líka... skil þetta bara ekki því 10 mánuðir eru ekki neitt, barnið mitt er sko 2 ára og það er eins og hún hafi fæðst í gær svo fljót eru þau 2 ár búin að líða!

Hversvegna ætli þetta sé... ætli það sé eitthvað búið að rannsaka þetta...? Málið er ekki það að maður skemmti sér betur núna (tíminn líður hratt þegar maður skemmtir sér og allt það) því ég skemmti mér einnig alveg konunglega sem krakki ;)

Þetta eru pælingar dagsins, endilega komið með svarið ef þið hafið það ;)